667. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, haldinn í Stapa, Hljómahöll, 9. janúar 2024, kl. 17:00
Viðstaddir: Aðalheiður Hilmarsdóttir, Bjarni Páll Tryggvason, Díana Hilmarsdóttir, Guðbergur Reynisson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Helga Jóhanna Oddsdóttir, Hjörtur Magnús Guðbjartsson, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir og Valgerður Björk Pálsdóttir. Í forsæti var Guðný Birna Guðmundsdóttir.
Að auki sátu fundinn Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
Sverrir Bergmann Magnússon boðaði forföll, Hjörtur Magnús Guðbjartsson sat fyrir hann.
Sigurrós Antonsdóttir boðaði forföll, Aðalheiður Hilmarsdóttir sat fyrir hana.
1. Fundargerðir bæjarráðs 14. og 21. desember 2023 (2023010005)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðirnar.
Til máls tók Margrét A. Sanders (D) og lagði fram eftirfarandi bókun:
Mál 1 frá fundargerð bæjarráðs 21. desember:
„Sjálfstæðisflokkurinn fagnar því að nokkur sveitarfélög hafi lýst því yfir að vera tilbúin í að lækka álögur á íbúa gegn því að þjóðarsátt verði gerð í næstu kjarasamningum. Sjálfstæðisflokkurinn leggur þó áherslu á mikilvægi þess að sem flest stéttarfélög komi að þjóðarsáttinni, bæði þau sem semja fyrir opinbera starfsmenn og starfsmenn á almennum markaði, þannig að um raunverulega þjóðarsátt sé að ræða.“
Margrét Sanders, Guðbergur Reynisson og Helga Jóhanna Oddsdóttir Sjálfstæðisflokki.
Til máls tók Guðný Birna Guðmundsdóttir.
Fundargerðirnar samþykktar 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 1447. fundar bæjarráðs 14. desember 2023
Fundargerð 1448. fundar bæjarráðs 21. desember 2023
2. Fundargerð bæjarráðs 4. janúar 2024 (2024010003)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina.
Fundargerðin samþykkt án umræðu 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 1449. fundar bæjarráðs 4. janúar 2024
3. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 20. desember 2023 (2023010014)
Forseti gaf orðið laust um eftirfarandi mál fundargerðarinnar frá 20. desember til sérstakrar samþykktar.
Fjórða mál fundargerðarinnar Kalmanstjörn, Nesvegur 50 - breyting á aðal- og deiliskipulagi (2020080234) samþykkt 11-0 án umræðu.
Sjöunda mál fundargerðarinnar Hólmbergsbraut 13 (2023090353) samþykkt 11-0 án umræðu.
Áttunda mál fundargerðarinnar Sólvallagata 34 gistiheimili - umsögn (2023090525) samþykkt 11-0 án umræðu.
Forseti gaf orðið laust. Til máls tóku Guðný Birna Guðmundsdóttir, Margrét A. Sanders og Margrét Þórarinsdóttir.
Fundargerðin samþykkt að öðru leyti 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 329. fundar umhverfis- og skipulagsráðs 20. desember 2023
4. Fundargerðir íþrótta- og tómstundaráðs 12. og 19. desember 2023 (2023010010)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðirnar.
Til máls tók Helga Jóhanna Oddsdóttir (D) og lagði fram eftirfarandi bókun:
Mál 2 frá fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs 19. desember:
„Sjálfstæðisflokkurinn tekur undir bókun af sameiginlegum fundi Íþrótta- og tómstundaráðs og Menntaráðs þann 19. desember sl. sem fjallar um áhyggjur forstöðufólks frístundaheimila hvað varðar fyrirkomulag frístundaakstursins. Um er að ræða ábendingar um flækjustig, álag og öryggismál, þegar börnin eru sótt af æfingum. Sjálfstæðisflokknum finnst þó mikilvægt að viðhorf foreldra sé kannað, og að unnið sé að lausn og tillögu að breyttu verklagi með foreldrum og íþrótta- og tómstundahreyfingunni sem fyrst, áður en breytt fyrirkomulag er ákveðið eða tekur gildi.“
Margrét Sanders, Guðbergur Reynisson og Helga Jóhanna Oddsdóttir Sjálfstæðisflokki
Til máls tóku Bjarni Páll Tryggvason, Kjartan Már Kjartansson, Margrét A. Sanders og Guðný Birna Guðmundsdóttir.
Fundargerðirnar samþykktar 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 176. fundar ÍT 12. desember 2023
Fundargerð 177. fundar ÍT 19. desember 2023
5. Fundargerð velferðarráðs 14. desember 2023 (2023010015)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina.
Til máls tók Guðbergur Reynisson (D) og lagði fram eftirfarandi bókun:
Mál 1 og mál 2 frá fundargerð velferðarráðs 14. desember:
„Samningur var gerður á milli Reykjanesbæjar og Félags- og vinnumarkaðsráðuneytis um samræmda móttöku flóttafólks í október 2022, en þar kemur fram að fækka átti flóttafólki úr 300 í 150 á árinu 2023.
Í júní síðastliðnum var undirrituð aðgerðaráætlun milli Félags-og vinnumarkaðsráðuneytis, Vinnumálastofnunar og Reykjanesbæjar m.a. með það að markmiði að draga úr fjölda umsækjenda um alþjóðlega vernd sem dvelja í Reykjanesbæ á vegum Vinnumálastofnunar.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur áður lýst yfir áhyggjum sínum að markmið áætlunarinnar næðust ekki og óskar því svara við eftirfarandi:
1. Hversu margir voru í Reykjanesbæ í samræmdri móttöku flóttafólk 31. desember 2023?
2. Hefur fjöldi umsækjenda um alþjóðlega vernd sem dvelja í Reykjanesbæ fækkað frá því í júní 2023 og þá hversu mikið?“
Margrét Sanders, Guðbergur Reynisson og Helga Jóhanna Oddsdóttir Sjálfstæðisflokki.
Til máls tóku Helga Jóhanna Oddsdóttir, Margrét Þórarinsdóttir og Guðný Birna Guðmundsdóttir.
Fundargerðin samþykkt 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 427. fundar velferðarráðs 14. desember 2023
6. Fundargerð atvinnu- og hafnarráðs 14. desember 2023 (2023010013)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Hjörtur Guðbjartsson, Kjartan Már Kjartansson, Guðbergur Reynisson og Guðný Birna Guðmundsdóttir.
Fundargerðin samþykkt 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 281. fundar atvinnu- og hafnarráðs 14.12.23
7. Fundargerðir menntaráðs 15. og 19. desember 2023 (2023010009)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðirnar. Til máls tóku Margrét A. Sanders og Guðný Birna Guðmundsdóttir.
Fundargerðirnar samþykktar 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 368. fundar menntaráðs 15. desember 2023
Fundargerð 369. fundar menntaráðs 19. desember 2023 - aukafundur
8. Fundargerð stjórnar Eignasjóðs 21. desember 2023 (2023080175)
Forseti gaf orðið laust um eftirfarandi mál fundargerðarinnar frá 21. desember til sérstakrar samþykktar.
Níunda mál fundargerðarinnar Leikskólar Reykjanesbæjar – móttöku- framleiðslueldhús (2023120259) samþykkt 11-0 án umræðu.
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina.
Fundargerðin samþykkt án umræðu 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 5. fundar stjórnar Eignasjóðs 21. desember 2023
9. Fundargerð menningar- og þjónusturáðs 22. desember 2023 (2023010012)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina.
Til máls tók Margrét Þórarinsdóttir (U) og lagði fram eftirfarandi bókun:
Mál 12 frá fundargerð menningar- og þjónusturáðs 22. desember:
„Við yfirferð lokaskýrslu vegna ljósanætur þá fannst mér vanta allar fjármálaupplýsingar varðandi hátíðina og því þykir mér skýrslan ekki fullnægjandi gagn. Hér með óska ég eftir því að fá sundurliðun á kostnaði og tekjum ljósanætur.“
Margrét Þórarinsdóttir, Umbót
Til máls tóku Helga Jóhanna Oddsdóttir og Guðný Birna Guðmundsdóttir.
Fundargerðin samþykkt 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 50. fundar menningar- og þjónusturáðs 22. desember 2023
10. Kosningar samkvæmt samþykkt um stjórn Reykjanesbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar (2024010091)
Forseti bæjarstjórnar og 1. varaforseti sbr. 15. gr.
10.1. Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir óskaði eftir tilnefningu um forseta bæjarstjórnar. Tillaga kom um Guðnýju Birnu Guðmundsdóttur (S) sem forseta bæjarstjórnar og var tillagan samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
10.2. Guðný Birna Guðmundsdóttir (S) fer úr embætti 1. varaforseta, uppástunga kom um Bjarna Pál Tryggvason (B) og var tillagan samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
Bæjarstjórn
10.3. Friðjón Einarsson (S) fer út sem aðalmaður í bæjarstjórn. Næsti bæjarfulltrúi inn er Sigurrós Antonsdóttir (S).
10.4. Sigurrós Antonsdóttir (S) fer út sem varamaður í bæjarstjórn. Næsti bæjarfulltrúi inn er Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir (S).
Bæjarráð
10.5. Friðjón Einarsson (S) fer út sem aðalmaður í bæjarráði. Uppástunga kom um Guðnýju Birnu Guðmundsdóttur. Samþykkt 11-0.
10.6. Uppástunga kom um Halldóru Fríðu Þorvaldsdóttur (B) sem formann bæjarráðs. Samþykkt 11-0.
Varamenn í bæjarráði, skv. 2. mgr. 44. gr. samþykkta um stjórn Reykjanesbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar, eru kjörnir bæjarfulltrúar og varabæjarfulltrúar af sama framboðslista og hinir kjörnu bæjarráðsmenn í þeirri röð sem þeir skipuðu listann þegar kosið var til bæjarstjórnar.
10.6. Forsetanefnd. Guðný Birna Guðmundsdóttir forseti bæjarstjórnar, Bjarni Páll Tryggvason 1. varaforseti og Guðbergur Reynisson 2. varaforseti.
10.7. Menntaráð. Guðný Birna Guðmundsdóttir (S) fer út sem aðalmaður í menntaráði. Tilnefndur er sem aðalmaður Sverrir Bergmann Magnússon (S). Samþykkt 11-0.
Sverrir Bergmann Magnússon (S) fer út sem varamaður í menntaráði. Tilnefndur er sem varamaður Guðný Birna Guðmundsdóttir (S). Samþykkt 11-0.
Þórdís Elín Kristinsdottir (U) fer út sem varamaður í menntaráði. Tilnefnd er sem varamaður Rannveig Erla Guðlaugsdóttir (U).
Uppástunga kom um Sverri Bergmann Magnússon (S) sem formann menntaráðs. Samþykkt 11-0.
10.8. Menningar- og þjónusturáð. Eydís Hentze Pétursdóttir (S) fer út sem aðalmaður. Tilnefnd er sem aðalmaður Elfa Hrund Guttormsdóttir (S). Samþykkt 11-0.
Elfa Hrund Guttormsdóttir (S) fer út sem varamaður. Tilnefnd er Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir (S). Samþykkt 11-0.
10.9. Velferðarráð. Una Guðlaugsdóttir (U) fer út sem varamaður. Tilnefnd er Harpa Björg Sævarsdóttir (U) sem varamaður. Samþykkt 11-0.
10.10. Sjálfbærniráð. Íris Ósk Ólafsdóttir (S) og Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir (S) fara út sem aðalmenn. Tilnefnd eru Guðný Birna Guðmundsdóttir (S) og Hjörtur Magnús Guðbjartsson (S). Samþykkt 11-0.
Hjörtur Magnús Guðbjartsson (S) fer út sem varamaður. Tilnefnd er sem varamaður Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir (S).
Uppástunga kom um Guðnýju Birnu Guðmundsdóttur (S) sem formann sjálfbærniráðs. Samþykkt 11-0.
10.11. Stjórn Eignasjóðs. Samkvæmt samþykkt um stjórn Reykjanesbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar verður formaður bæjarráðs Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir (B) formaður stjórnar Eignasjóðs.
10.12. Fulltrúaráð Brunabótafélags Íslands. Friðjón Einarsson (S) fer út sem varamaður. Tilnefnd er sem varamaður Guðný Birna Guðmundsdóttir (S). Samþykkt 11-0.
10.13. Landsfundur Sambands íslenskra sveitarfélaga. Friðjón Einarsson (S) fer út sem aðalmaður. Bjarni Páll Tryggvason (B) kemur inn sem aðalmaður.
Bjarni Páll Tryggvason (B) fer út sem varamaður. Varamaður verður Róbert Jóhann Tryggvason (B).
10.14. Stjórn Brunavarna Suðurnesja. Friðjón Einarsson (S) fer út sem aðalmaður. Tilnefnd er sem aðalmaður Guðný Birna Guðmundsdóttir (S). Samþykkt 11-0.
Guðný Birna Guðmundsdóttir (S) fer út sem varamaður. Tilnefndur er sem varamaður Sverrir Bergmann Magnússon (S). Samþykkt 11-0.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:15.