669. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, haldinn í Stapa, Hljómahöll, 6. febrúar 2024, kl. 17:00
Viðstaddir: Birgitta Rún Birgisdóttir, Bjarni Páll Tryggvason, Díana Hilmarsdóttir, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Helga Jóhanna Oddsdóttir, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir, Sigurrós Antonsdóttir, Sverrir Bergmann Magnússon og Valgerður Björk Pálsdóttir. Í forsæti var Guðný Birna Guðmundsdóttir.
Að auki sat fundinn Hrefna Gunnarsdóttir ritari.
Guðbergur Reynisson boðaði forföll, Birgitta Rún Birgisdóttir sat fyrir hann.
1. Fundargerðir bæjarráðs 25. janúar og 1. febrúar 2024 (2024010003)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðirnar. Til máls tóku Margrét Þórarinsdóttir og Guðný Birna Guðmundsdóttir.
Fundargerðirnar samþykktar 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 1452. fundar bæjarráðs 25. janúar 2024
Fundargerð 1453. fundar bæjarráðs 1. febrúar 2024
2. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 2. febrúar 2024 (2024010213)
Forseti gaf orðið laust um eftirfarandi mál fundargerðarinnar frá 2. febrúar til sérstakrar samþykktar.
Þriðja mál fundargerðarinnar Myllubakkaskóli lóð - breyting á deiliskipulagi (2023060243) samþykkt 11-0 án umræðu.
Til máls tóku Guðný Birna Guðmundsdóttir, Margrét A. Sanders og Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir.
Fundargerðin samþykkt að öðru leyti 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 331. fundar umhverfis- og skipulagsráðs 2. febrúar 2024
3. Fundargerð stjórnar Eignasjóðs 18. janúar 2024 (2024010212)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Margrét A. Sanders og Guðný Birna Guðmundsdóttir.
Fundargerðin samþykkt 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 6. fundar stjórnar Eignasjóðs 18. janúar 2024
4. Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs 23. janúar 2024 (2024010207)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Margrét Þórarinsdóttir, Guðný Birna Guðmundsdóttir og Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir.
Fundargerðin samþykkt 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 178. fundar ÍT 23. janúar 2024
5. Fundargerð menningar- og þjónusturáðs 26. janúar 2024 (2024010209)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tók Sverrir Bergmann Magnússon.
Forseti óskar eftir að fimmta máli frá fundargerð menningar- og þjónusturáðs Listahátíð barna verði vísað til bæjarráðs til frekari umræðu og útskýringa. Samþykkt 11-0.
Til máls tók Helga Jóhanna Oddsdóttir (D) og lagði fram eftirfarandi bókun:
Mál 10 frá fundargerð menningar- og þjónusturáðs 26. janúar:
„Við bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins tökum undir bókun stjórnar Eignasjóðs við erindi menningarsviðs, þar sem stjórn Eignasjóðs óskar eftir hugmyndum um framtíðarskipulag svæðisins í kring um Svarta Pakkhúsið.
Þetta er dæmi um verkefni þar sem óskað er eftir að farið sé í dýrar framkvæmdir, án þess að heildræn skoðun eigi sér stað á stöðu mála, sem eru í þessu tilviki heildarframboð og nýting menningarhúsa í sveitarfélaginu.
Reykjanesbær ver háum fjárhæðum í menningarmál á hverju ári og rekur safna- og menningartengt húsnæði nokkuð víða um sveitarfélagið. Við köllum eftir því að menningarmálin verði skoðuð í heild sinni, hvers starfsemin þarfnast og hvernig nýta megi núverandi húsnæði betur og byggja upp þannig að það hafi jákvæð áhrif á bæjarbraginn.
Við höfum áður lagt fram og ítrekum nú, tillögu okkar sem lýtur að því að svæðið á milli Duus húsa og SBK reitar verði skipulagt í heild sinni, þannig að úr verði fallegur þróunarreitur sem lyftir upp ásýnd bæjarins og menningarlífinu í heild.“
Helga Jóhanna Oddsdóttir, Margrét Sanders og Birgitta Rún Birgisdóttir, Sjálfstæðisflokki.
Forseti gaf orðið laust. Til máls tók Bjarni Páll Tryggvason.
Fundargerðin samþykkt 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 51. fundar menningar- og þjónusturáðs 26. janúar 2024
6. Fundargerð lýðheilsuráðs 30. janúar 2024 (2024010208)
Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Díana Hilmarsdóttir og Guðný Birna Guðmundsdóttir.
Fundargerðin samþykkt 11-0.
Fylgigögn:
Fundargerð 44. fundar lýðheilsuráðs 30. janúar 2024
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:50