678. fundur

11.06.2024 17:00

678. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar - hátíðarfundur, haldinn í Stapa, Hljómahöll, 11. júní 2024, kl. 17:00

Viðstaddir: Bjarni Páll Tryggvason, Díana Hilmarsdóttir, Guðbergur Reynisson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Helga Jóhanna Oddsdóttir, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir, Sigurrós Antonsdóttir, Sverrir Bergmann Magnússon og Valgerður Björk Pálsdóttir. Í forsæti var Guðný Birna Guðmundsdóttir.

Að auki sátu fundinn Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

1. Fundargerð bæjarráðs 6. júní 2024 (2024010003)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tók Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 1470. fundar bæjarráðs 6. júní 2024

2. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 7. júní 2024 (2024010213)

Forseti gaf orðið laust um eftirfarandi mál fundargerðarinnar frá 7. júní til sérstakrar samþykktar.

Níunda mál fundargerðarinnar Hafnargata 27a - fyrirspurn (2024060043) samþykkt 11-0 án umræðu.
Tíunda mál fundargerðarinnar Hafnagata 6-8 - fyrirspurn um lóð og skipulag (2024050470) samþykkt 11-0 án umræðu.
Ellefta mál fundargerðarinnar Heiðargil 8 gistiheimili - umsögn (2024040105) samþykkt 11-0 án umræðu.

Forseti gaf orðið laust. Til máls tók Guðný Birna Guðmundsdóttir.

Fundargerðin samþykkt að öðru leyti 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 339. fundar umhverfis- og skipulagsráðs 7. júní 2024

3. Erindisbréf ungmennaráðs (2023050182)

Guðný Birna Guðmundsdóttir fylgdi málinu úr hlaði. Forseti gaf orðið laust um erindisbréf ungmennaráðs. Enginn fundarmanna tók til máls.

Erindisbréf ungmennaráðs samþykkt 11-0 án umræðu.

4. Samþykkt um meðhöndlun úrgangs 426/2005, úrsögn - síðari umræða (2024050512)

Guðný Birna Guðmundsdóttir fylgdi málinu úr hlaði. Forseti gaf orðið laust um málið. Enginn fundarmanna tók til máls.

Úrsögnin um samþykkt um meðhöndlun úrgangs nr. 426/2005 samþykkt 11-0 án umræðu.

5. Samþykkt um meðhöndlun úrgangs - síðari umræða (2023110265)

Guðný Birna Guðmundsdóttir fylgdi málinu úr hlaði. Forseti gaf orðið laust um málið. Enginn fundarmanna tók til máls.

Ný samþykkt um meðhöndlun úrgangs samþykkt 11-0 án umræðu.

6. Húsnæðisáætlun Reykjanesbæjar 2024 – síðari umræða (2023100145)

Guðný Birna Guðmundsdóttir fylgdi málinu úr hlaði. Forseti gaf orðið laust um málið. Enginn fundarmanna tók til máls.

Húsnæðisáætlun Reykjanesbæjar 2024 samþykkt 11-0 án umræðu.

7. Kosningar til eins árs samkvæmt samþykkt um stjórn Reykjanesbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar nr. 622/2019 (2024010091)

Forseti bæjarstjórnar og varaforsetar sbr. 15. gr.

7.1. Guðný Birna Guðmundsdóttir óskaði eftir tilnefningu um forseta bæjarstjórnar. Tillaga kom um Guðnýju Birnu Guðmundsdóttur (S) sem forseta bæjarstjórnar og var hún sjálfkjörin.

7.2. varaforseti. Uppástunga kom um Bjarna Pál Tryggvason (B) og var hann sjálfkjörin.

7.3. varaforseti. Uppástunga kom um Guðberg Reynisson (D) og var hann sjálfkjörinn.
Skrifarar og varaskrifarar bæjarstjórnar sbr. 16. gr.

7.4. Aðalskrifarar. Uppástunga kom um Díönu Hilmarsdóttur (B) og Helgu Jóhönnu Oddsdóttur (D) og voru þær sjálfkjörnar.

7.5. Varaskrifarar. Uppástunga kom um Valgerði Björk Pálsdóttur (Y) og Guðberg Reynisson (D) og voru þau sjálfkjörin.

Bæjarráð - 5 aðalmenn sbr. 44. gr.

7.6. Uppástunga kom um aðalmenn: Bjarna Pál Tryggvason (B), Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir (B), Guðný Birna Guðmundsdóttir (S), Margrét Ólöf A. Sanders (D) og Valgerði Björk Pálsdóttur (Y) og voru þau sjálfkjörin.

Hlé

8. Ávörp fyrrverandi bæjarfulltrúa (2024010135)

Björk Guðjónsdóttir, Friðjón Einarsson og Guðbrandur Einarsson fyrrverandi bæjarfulltrúar Reykjanesbæjar fluttu ávörp í tilefni af 30 ára afmæli Reykjanesbæjar.

9. Ávarp forseta bæjarstjórnar (2024010135)

Guðný Birna Guðmundsdóttir forseti bæjarstjórnar flutti ávarp í tilefni af 30 ára afmæli Reykjanesbæjar.

10. Heiðursborgari Reykjanesbæjar (2024050295)

Bæjarstjórn hefur samþykkt einróma að heiðra Albert Albertsson og Sólveigu Þórðardóttur fyrir vel unnin störf í þágu Reykjanesbæjar sem hafa haft veruleg jákvæð áhrif á samfélagið. Voru þau heiðruð á þessum hátíðarfundi 11. júní 2024.

11. Sumarleyfi bæjarstjórnar (2024060068)

Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkir með vísan til 35. gr. laga nr. 138/2011 og 48. gr. samþykktar um stjórn Reykjanesbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar, að fela bæjarráði fullnaðarafgreiðslu mála á meðan sumarleyfi bæjarstjórnar stendur yfir frá 12. júní til 14. ágúst 2024. Næsti bæjarstjórnarfundur verður þriðjudaginn 20. ágúst 2024 í Merkinesi í Hljómahöll.

Samþykkt 11-0.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:25.