679. fundur

20.08.2024 17:00

679. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, haldinn í Merkinesi, Hljómahöll, 20. ágúst 2024, kl. 17:00

Viðstaddir: Díana Hilmarsdóttir, Guðbergur Reynisson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Gunnar Felix Rúnarsson, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Helga Jóhanna Oddsdóttir, Margrét A. Sanders, Róbert Jóhann Guðmundsson, Sigurrós Antonsdóttir, Sverrir Bergmann Magnússon og Valgerður Björk Pálsdóttir. Í forsæti var Guðný Birna Guðmundsdóttir.

Að auki sátu fundinn Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

Bjarni Páll Tryggvason boðaði forföll, Róbert Jóhann Guðmundsson sat fyrir hann.
Margrét Þórarinsdóttir boðaði forföll, Gunnar Felix Rúnarsson sat fyrir hana.

1. Fundargerð bæjarráðs 15. ágúst 2024 (2024010003)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tók Guðný Birna Guðmundsdóttir.
Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 1478. fundar bæjarráðs 15. ágúst 2024

2. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 9. ágúst 2024 (2024010213)

Forseti gaf orðið laust um eftirfarandi mál fundargerðarinnar frá 9. júlí til sérstakrar samþykktar:

Tuttugasta og þriðja mál fundargerðarinnar Reglur um umhverfisviðurkenningar (2024070240) samþykkt 11-0 án umræðu.

Forseti gaf orðið laust um eftirfarandi mál fundargerðarinnar frá 9. ágúst til sérstakrar samþykktar:

Annað mál fundargerðarinnar Grófin og Bergið - deiliskipulag (2021090502) samþykkt 11-0 án umræðu.
Níunda mál fundargerðarinnar Hafnargata 27a (2024060043) samþykkt 11-0 án umræðu.
Tíunda mál fundargerðarinnar Bjarnarvellir 4 (2024080042) samþykkt 11-0 án umræðu.
Ellefta mál fundargerðarinnar Hringbraut 94 (2024060040) samþykkt 11-0 án umræðu.
Þrettánda mál fundargerðarinnar Seylubraut 1 (2024040522) samþykkt 11-0 án umræðu.
Fjórtánda mál fundargerðarinnar Ný innkeyrsla við hús á Tjarnargötu (2024080043) samþykkt 11-0 án umræðu.
Fimmtánda mál fundargerðarinnar Fitjabraut 6d - ósk um endurupptöku máls (2021090332) samþykkt 11-0 án umræðu.

Forseti gaf orðið laust. Til máls tók Guðný Birna Guðmundsdóttir.

Fundargerðin samþykkt að öðru leyti 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 341. fundar umhverfis- og skipulagsráðs 9. ágúst 2024

3. Fundargerð velferðarráðs 15. ágúst 2024 (2024010214)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Margrét A. Sanders, Sigurrós Antonsdóttir og Guðný Birna Guðmundsdóttir.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 434. fundar velferðarráðs 15. ágúst 2024

4. Jafnréttisáætlun Reykjanesbæjar 2024-2027 – fyrri umræða (2022080621)

Guðný Birna Guðmundsdóttir fylgdi jafnréttisáætlun Reykjanesbæjar úr hlaði.

Enginn fundarmanna tók til máls.

Jafnréttisáætlun Reykjanesbæjar 2024-2027 vísað til seinni umræðu í bæjarstjórn 3. september 2024.

5. Breytingar á skipan fulltrúa í nefndum og stjórnum (2024010091)

Margrét Þórarinsdóttir (U) fer út sem aðalmaður í velferðarráði, Ásta Kristín Guðmundsdóttir (U) tekur sæti hennar.

Samþykkt 11-0.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:35.