680. fundur

03.09.2024 17:00

680. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, haldinn í Merkinesi, Hljómahöll, 3. september 2024, kl. 17:00

Viðstaddir: Bjarni Páll Tryggvason, Díana Hilmarsdóttir, Guðbergur Reynisson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Helga Jóhanna Oddsdóttir, Hjörtur Magnús Guðbjartsson, Margrét A. Sanders, Margrét Þórarinsdóttir, Sverrir Bergmann Magnússon og Valgerður Björk Pálsdóttir. Í forsæti var Guðný Birna Guðmundsdóttir.

Að auki sátu fundinn Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri og Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

Sigurrós Antonsdóttir boðaði forföll, Hjörtur Magnús Guðbjartsson sat fyrir hana.

1. Fundargerðir bæjarráðs 22. og 29. ágúst 2024 (2024010003)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðirnar. Til máls tóku Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Guðbergur Reynisson, Sverrir Bergmann Magnússon og Guðný Birna Guðmundsdóttir.

Til máls tók Margrét A. Sanders (D) og lagði fram eftirfarandi bókun minnihluta bæjarstjórnar:

Mál 11 frá fundargerð bæjarráðs 22. ágúst:

„Sjálfstæðisflokkurinn og Umbót greiða atkvæði á móti hugmyndum meirihluta Samfylkingar, Framsóknar og Beinnar leiðar, að rukka Grindavíkurbæ að fullu fyrir þau leikskólabörn sem voru enn skráð með lögheimili í Grindavík á tímabilinu janúar – júní 2024.

Í bréfi frá bæjarstjóra Grindavíkur er óskað eftir yfirliti yfir þann útlagða kostnað sem Reykjanesbær hefur orðið fyrir vegna þessara barna. Einnig er nefnt í bréfinu hugmynd um að greiða 70% af viðmiðunarkostnaði en að fullu beinan útlagðan kostnað til dæmis fyrir börn með sérþarfir. Ekki er hægt að sjá að Reykjanesbær hafi tekið sérstaklega saman útlagðan kostnað. Meirihlutinn leggur hins vegar til að rukka Grindavíkurbæ að fullu, það er, 100% samkvæmt gjaldskrá Sambands íslenskra sveitarfélaga er varðar leikskóladvöl utan lögheimilissveitarfélags.

Grindavíkurbær hefur frá því í nóvember staðið frammi fyrir aðstæðum sem ekkert okkar getur tengt við. Það er eðlilegt að það taki íbúa tíma að átta sig á stöðunni og hvar framtíð þeirra verður, sérstaklega þegar óvissan er mikil. Fjölskyldur hafa jafnvel þurft að flytja ítrekað á milli staða og ekki rétt að gera þá kröfu, að hægt sé að fara eftir verklagi sem ekki tekur tillit til þessara fordæmalausu aðstæðna. Við teljum því að á þessu tímabili, frá janúar til júní, sé ekki rétt að rukka að fullu samkvæmt gjaldskrá Sambands íslenskra sveitarfélaga en að slíkt sé gert eftir sumarfríslokun.

Það er miður að ekki hafi náðst samstaða í þessu mikilvæga máli en Sjálfstæðisflokkurinn og Umbót munu ekki samþykkja annað en að Reykjanesbær geri allt sem í okkar valdi stendur til að aðstoða nágranna okkar eftir bestu getu.“

Margrét Sanders (D), Guðbergur Reynisson (D), Helga Jóhanna Oddsdóttir (D) og Margrét Þórarinsdóttir (U).

Til máls tóku Guðný Birna Guðmundsdóttir, Margrét A. Sanders og Bjarni Páll Tryggvason.

Til máls tók Guðný Birna Guðmundsdóttir (S) og lagði fram eftirfarandi bókun meirihluta bæjarstjórnar:

Mál 11 frá fundargerð bæjarráðs 22. ágúst:

„Meirihluti bæjarstjórnar harmar það að uppgjör vegna vistunar grindvískra barna í leikskólum Reykjanesbæjar sé tekið upp sem populísk umræða í bæjarstjórn.

Við höfum tekið vel á móti okkar nýju íbúum og einstaklega vel hvað varðar móttöku í leik- og grunnskólum enda eru flest grindvísk börn sem búa í Reykjanesbæ og við eigum að fagna því að Grindvíkingar vilji vera áfram á Suðurnesjum og byggja upp þetta svæði með okkur.

Reykjanesbær sem þjónustuaðili veittrar þjónustu þykir eðlilegt að greitt sé fyrir leikskólavistun hjá okkar sveitarfélagi en á umræddu tímabili voru flest þeirra rúmlega 30 barna enn með lögheimili í Grindavík.

Hér er um að ræða uppgjör milli sveitarfélaga vegna vistunar barna í leikskólum Reykjanesbæjar með lögheimili í Grindavík fyrir tímabilið janúar til og með júní 2024 sem felur í sér kostnað upp á tæpar 40 milljónir.

Þess má einnig geta að í uppgjörinu sem hér um ræðir eru undanskildir mánuðirnir nóvember og desember 2023 ásamt hluta janúar 2024. Afsláttur sem með þessu er verið að veita Grindavíkurbæ nemur um 11 milljónum króna.

Öllu þessu verkefni höfum við tekið á móti með bros á vör, með faglegu starfsfólki, með úrræðasemi að leiðarljósi en það er eðlilegt að greitt sé fyrir veitta þjónustu.“

Bjarni Páll Tryggvason (B), Díana Hilmarsdóttir (B), Guðný Birna Guðmundsdóttir (S), Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir (B), Hjörtur Magnús Guðbjartsson (S), Sverrir Bergmann Magnússon (S) og Valgerður Björk Pálsdóttir (Y).

Til máls tók Helga Jóhann Oddsdóttir (D) og lagði fram eftirfarandi bókun minnihluta bæjarstjórnar:

„Við bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Umbótar mótmælum því að okkar tillaga um að mæta Grindvíkingum samkvæmt þeirra framlögðu hugmynd, sé ítrekað kölluð populísk umræða. Slíkar upphrópanir lýsa rökþroti meirihlutans og við vísum slíkri umræðu til föðurhúsanna.“

Margrét Sanders (D), Guðbergur Reynisson (D), Helga Jóhanna Oddsdóttir (D) og Margrét Þórarinsdóttir (U).

Til máls tók Guðný Birna Guðmundsdóttir.

Margrét A. Sanders (D), Guðbergur Reynisson (D), Helga Jóhanna Oddsdóttir (D) og Margrét Þórarinsdóttir (U) greiða atkvæði á móti 11. máli fundargerðar bæjarráðs frá 22. ágúst 2024.

Fundargerðirnar samþykktar að öðru leyti 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 1479. fundar bæjarráðs 22. ágúst 2024
Fundargerð 1480. fundar bæjarráðs 29. ágúst 2024

2. Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs 23. ágúst 2024 (2024010213)

Forseti gaf orðið laust um eftirfarandi mál fundargerðarinnar frá 23. ágúst til sérstakrar samþykktar.

Áttunda mál fundargerðarinnar Hjallalaut 15 - stækkun (2024070531) samþykkt 11-0 án umræðu.
Tíunda mál fundargerðarinnar Bogabraut 951- bílastæði (2024080275) samþykkt 11-0 án umræðu.
Ellefta mál fundargerðarinnar Þverholt 13 - lóðarstækkun (2024080212) samþykkt 11-0 án umræðu.
Tólfta mál fundargerðarinnar Stapagata 21- lóðarstækkun (2024080273) samþykkt 11-0 án umræðu.
Þrettánda mál fundargerðarinnar Garðavegur 8 - lóðarstækkun (2024080067) samþykkt 11-0 án umræðu.
Fjórtánda mál fundargerðarinnar Njarðvíkurbraut 55 - niðurstaða grenndarkynningar (2023070008). Til máls tóku Helga Jóhanna Oddsdóttir og Guðný Birna Guðmundsdóttir. Fjórtánda mál fundargerðarinnar samþykkt 11-0.

Forseti gaf orðið laust. Til máls tóku Kjartan Már Kjartansson, Guðný Birna Guðmundsdóttir og Guðbergur Reynisson.

Fundargerðin samþykkt að öðru leyti 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 342. fundar umhverfis- og skipulagsráðs 23. ágúst 2024

3. Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs 20. ágúst 2024 (2024010207)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Fundargerðin samþykkt án umræðu 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 185. fundar íþrótta- og tómstundaráðs 20. ágúst 2024

4. Fundargerð atvinnu- og hafnarráðs 22. ágúst 2024 (2024010206)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tók Hjörtur Magnús Guðbjartsson.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 288. fundar atvinnu- og hafnarráðs 22.08.2024

5. Fundargerð sjálfbærniráðs 28. ágúst 2024 (2024010210)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Valgerður Björk Pálsdóttir, Guðný Birna Guðmundsdóttir og Kjartan Már Kjartansson.

Samþykkt 11-0 að vísa máli 5.b. og máli 6 frá fundargerð sjálfbærniráðs til bæjarráðs.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 53. fundar sjálfbærniráðs 28. ágúst 2024

6. Fundargerð menntaráðs 30. ágúst 2024 (2024010202)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Sverrir Bergmann Magnússon, Valgerður Björk Pálsdóttir, Helga Jóhanna Oddsdóttir, Margrét A. Sanders, Kjartan Már Kjartansson, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir og Guðný Birna Guðmundsdóttir.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 376. fundar menntaráðs 30. ágúst 2024

7. Fundargerð menningar- og þjónusturáðs 30. ágúst 2024 (2024010209)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tók Hjörtur Magnús Guðbjartsson.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 56. fundar menningar- og þjónusturáðs 30. ágúst 2024

8. Valkostagreining vegna sameiningar sveitarfélaga - fyrri umræða (2023090620)

Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir fylgdi málinu úr hlaði. Til máls tóku Valgerður Björk Pálsdóttir, Margrét A. Sanders, Kjartan Már Kjartansson, Margrét Þórarinsdóttir, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Hjörtur Magnús Guðbjartsson, Bjarni Páll Tryggvason, Guðbergur Reynisson og Helga Jóhanna Oddsdóttir.

Valkostagreiningu vegna sameiningar sveitarfélaga vísað 10-0 til seinni umræðu í bæjarstjórn, Hjörtur Magnús Guðbjartsson situr hjá.

9. Jafnréttisáætlun Reykjanesbæjar 2024-2027 – síðari umræða (2022080621)

Jafnréttisáætlun Reykjanesbæjar 2024-2027 samþykkt 11-0.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:20.