683. fundur

15.10.2024 17:00

683. fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, haldinn í Merkinesi, Hljómahöll, 15. október 2024, kl. 17:00

Viðstaddir: Alexander Ragnarsson, Birgitta Rún Birgisdóttir, Bjarni Páll Tryggvason, Díana Hilmarsdóttir, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Helga Jóhanna Oddsdóttir, Margrét Þórarinsdóttir, Sigurrós Antonsdóttir, Sverrir Bergmann Magnússon og Valgerður Björk Pálsdóttir. Í forsæti var Guðný Birna Guðmundsdóttir.

Að auki sat fundinn Hrefna Gunnarsdóttir ritari.

Margrét A. Sanders boðaði forföll, Alexander Ragnarsson sat fyrir hana.
Guðbergur Reynisson boðaði forföll, Birgitta Rún Birgisdóttir sat fyrir hann.

1. Fundargerðir bæjarráðs 3. og 9. október 2024 (2024010003)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðirnar.

Fundargerðirnar samþykktar án umræðu 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 1485. fundar bæjarráðs 3. október 2024
Fundargerð 1486. fundar bæjarráðs 9. október 2024

2. Fundargerðir umhverfis- og skipulagsráðs 1., 4. og 11. október 2024 (2024010213)

Forseti gaf orðið laust um eftirfarandi mál fundargerðarinnar frá 4. október til sérstakrar samþykktar.

Sjötta mál fundargerðarinnar Hafnargata 44 og 46 - deiliskipulag (2021100132) samþykkt 11-0 án umræðu.
Tíunda mál fundargerðarinnar Grófin 18c - niðurstaða grenndarkynningar (2023100165) samþykkt 11-0 án umræðu.
Ellefta mál fundargerðarinnar Klettatröð 6b - grenndarkynning (2022110634) samþykkt 11-0 án umræðu.

Forseti gaf orðið laust. Til máls tóku Alexander Ragnarsson, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Bjarni Páll Tryggvason

Alexander Ragnarsson situr hjá undir 5. máli fundargerðarinnar frá 4. október 2024. Fundargerðirnar samþykktar að öðru leyti 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 346. fundar umhverfis- og skipulagsráðs - aukafundur - 1. október 2024
Fundargerð 347. fundar umhverfis- og skipulagsráðs 4. október 2024
Fundargerð 348. fundar umhverfis- og skipulagsráðs - aukafundur - 11. október 2024

3. Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs 7. október 2024 (2024010207)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Helga Jóhanna Oddsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Alexander Ragnarsson og Guðný Birna Guðmundsdóttir.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 187. fundar íþrótta- og tómstundaráðs 7. október 2024

4. Fundargerð menntaráðs 11. október 2024 (2024010202)

Forseti gaf orðið laust um fundargerðina. Til máls tóku Sverrir Bergmann Magnússon, Birgitta Rún Birgisdóttir, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir og Bjarni Páll Tryggvason.

Fundargerðin samþykkt 11-0.

Fylgigögn:

Fundargerð 378. fundar menntaráðs 11. október 2024

5. Svör við spurningum Sjálfstæðisflokksins frá fundi 1. október (2022110639)

Guðný Birna Guðmundsdóttir tók til máls og fór yfir svör vegna fyrirspurnar bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks frá síðasta bæjarstjórnarfundi um umferðarmál.

Forseti gaf orðið laust. Til máls tóku Helga Jóhanna Oddsdóttir, Sigurrós Antonsdóttir og Guðný Birna Guðmundsdóttir.

Fylgigögn:

Svör við spurningum D-lista frá bæjarstjórn 1.október 2024

6. Breytingar á skipan fulltrúa í nefndum og stjórnum 2024 (2024010091)

Friðþjófur Helgi Karlsson (B) fer út sem aðalmaður í íþrótta- og tómstundaráði. Eva Stefánsdóttir (B) sem er varamaður í ráðinu fer inn sem aðalmaður og í hennar stað kemur Díana Hilmarsdóttir (B) inn sem varamaður.

Samþykkt 11-0.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:50