295. fundur

31.05.2022 08:15

295. fundur barnaverndarnefndar Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 31. maí 2022 kl. 08:15

Viðstaddir: Halldór Rósmundur Guðjónsson, Þuríður Berglind Ægisdóttir, Díana Hilmarsdóttir, Margrét Þórarinsdóttir og Valur Ármann Gunnarsson.

Davíð Brár Unnarsson boðaði forföll og sat Margrét Þórarinsdóttir varamaður fundinn í hans stað. Sigurrós Antonsdóttir boðaði forföll og sat Valur Ármann Gunnarsson varamaður fundinn í hennar stað.

Að auki sátu fundinn Þórdís Elín Kristinsdóttir teymisstjóri barnaverndar, Sandra Jónsdóttir félagsráðgjafi, Henný Úlfarsdóttir ráðgjafi og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.


1-7. 7 trúnaðarmál á dagskrá.

8. Tölulegar upplýsingar (2022021104)

Þórdís Elín Kristinsdóttir teymisstjóri barnaverndar lagði fram tölulegar upplýsingar um tilkynningar til barnaverndar Reykjanesbæjar í apríl 2022.

9. Markaðsstefna Reykjanesbæjar - drög til umsagnar (2021110284)

Menningar- og atvinnuráð óskar eftir umsögn ráða og nefnda Reykjanesbæjar um drög að markaðsstefnu Reykjanesbæjar.

Barnaverndarnefnd fagnar markaðsstefnunni og gerir ekki athugasemdir við hana.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 09:40. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 7. júní 2022.