30. fundur

16.08.2022 14:00

30. fundur lýðheilsuráðs Reykjanesbæjar haldinn að Tjarnargötu 12 16. ágúst 2022 kl. 14:00

Viðstaddir: Bjarney Rut Jensdóttir formaður, Anna Lydía Helgadóttir, Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir, Karítas Lára Rafnkelsdóttir og Magnús Einþór Áskelsson.

Að auki sátu fundinn Ásdís Ragna Einarsdóttir lýðheilsufulltrúi og Íris Andrea Guðmundsdóttir ritari.

1. Skipting embætta í lýðheilsuráði (2022060216)

Á fundi bæjarstjórnar Reykjanesbæjar 7. júní voru eftirtaldir kjörnir aðal- og varafulltrúar í lýðheilsuráði kjörtímabilið 2022-2026:

Tilnefnd eru sem aðalmenn: Bjarney Rut Jensdóttir (B), Magnús Einþór Áskelsson (S), Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir (S), Karítas Lára Rafnkelsdóttir (B) og Anna Lydía Helgadóttir (D).

Tilnefnd eru sem varamenn: Sighvatur Jónsson (B), Sveindís Valdimarsdóttir (S), Elfa Hrund Guttormsdóttir (S), Birna Ósk Óskarsdóttir (B) og Tanja Veselinovic (D).

Lýðheilsuráð kaus í eftirtalin embætti:

Bjarney Rut Jensdóttir var kjörin formaður lýðheilsuráðs.

Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir var kjörin varaformaður lýðheilsuráðs.

Karítas Lára Rafnkelsdóttir var kjörin ritari lýðheilsuráðs.

2. Erindisbréf lýðheilsuráðs (2022060217)

Erindisbréf lýðheilsuráðs lagt fram.

3. Siðareglur kjörinna fulltrúa (2022060218)

Siðareglur kjörinna fulltrúa lagðar fram.

4. Lýðheilsuvísar 2022 (2021040032)

Ásdís Ragna Einarsdóttir lýðheilsufulltrúi fór yfir niðurstöður lýðheilsuvísa 2022. Lagðar voru fram tillögur að aðgerðum í takt við fram komna lýðheilsuvísa.

Lýðheilsuráð tekur undir tillögurnar og felur lýðheilsufulltrúa að vinna áfram í verkefninu.

5. Heilsu- og forvarnarvika 2022 (2022080263)

Heilsu- og forvarnarvika Reykjanesbæjar fer fram 3. -7. október 2022.

Markmiðið með heilsu- og forvarnarviku er að draga úr þeim áhættuþáttum sem einstaklingar geta staðið frammi fyrir á lífsleiðinni og hlúa að verndandi þáttum með þátttöku allra bæjarbúa. Fyrirtæki og stofnanir í bæjarfélaginu bjóða upp á fjölbreytta dagskrá sem almenningur er hvattur til að kynna sér. Fjölmörg fyrirtæki og stofnanir taka virkan þátt í verkefninu með því að bjóða bæjarbúum upp á eitthvað heilsutengt þessa vikuna. Stefnt er að því að heilsu- og forvarnarvikan sé fjölbreytt, fræðandi og skemmtileg.

Fylgigögn:

Með því að smella hér má skoða viðburðinn 

6. Heilsueflandi viðburðir 2022 (2021080347)

Ásdís Ragna Einarsdóttir lýðheilsufulltrúi fór yfir heilsueflandi viðburði sem eru framundan í september. Framundan er Plastlaus september þar sem bæjarbúar og fyrirtæki eru hvött til þess að takmarka plastnotkun.

Plastlaus september er árlegt árvekniátak sem bendir á leiðir til að draga úr notkun á einnota plasti. Tilgangur verkefnisins er að vekja fólk til umhugsunar um plastnotkun og þann plastúrgang sem fellur til dagsdaglega og leita leiða til að minnka notkunina. Átakið snýst ekki um að vera fullkomlega plastlaus í september heldur að finna sér markmið í mánuðinum til að minnka neyslu á einnota plastumbúðum.

Allir bæjarbúar eru hvattir til þess að taka þátt í Plastlausum september.

Fylgigögn:

Með því að smella hér má skoða viðburðinn Plastlaus september


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:45. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 23. ágúst 2022.