31. fundur

20.09.2022 14:00

31. fundur lýðheilsuráðs Reykjanesbæjar haldinn að Tjarnargötu 12 20. september 2022 kl. 14:00

Viðstaddir: Bjarney Rut Jensdóttir formaður, Anna Lydía Helgadóttir, Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir, Karítas Lára Rafnkelsdóttir og Magnús Einþór Áskelsson.

Að auki sátu fundinn Ásdís Ragna Einarsdóttir lýðheilsufulltrúi og Íris Andrea Guðmundsdóttir ritari.

Bjarney Rut Jensdóttir sat fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.

1. Aðgerðaáætlun 2023 (2022090294)

Ásdís Ragna Einarsdóttir lýðheilsufulltrúi fór yfir aðgerðaáætlun fyrir árið 2022 og kallaði eftir tillögum frá lýðheilsuráði að helstu forgangsmálum og áherslum er varða lýðheilsu í nýrri aðgerðaáætlun fyrir 2023.

Lýðheilsuráð leggur til að gert verði mat á kostnaði við að bjóða upp á hafragraut fyrir börn í grunnskólum Reykjanesbæjar.

2. Heilsueflandi viðburðir 2022 (2021080347)

Ásdís Ragna Einarsdóttir lýðheilsufulltrúi fór yfir heilsueflandi viðburði sem eru framundan en í október fer fram árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins Bleika slaufan sem er tileinkað baráttu gegn krabbameinum hjá konum. Einnig var falist eftir hugmyndum frá lýðheilsuráði að heilsueflandi viðburðum næstu mánuði fram að áramótum.

3. Kynning á niðurstöðum skýrslu Krabbameinsfélagsins (2022040251)

Laufey Tryggvadóttir og Elínborg J. Ólafsdóttir frá Krabbameinsfélaginu mættu á fundinn ásamt þeim Snorra Páli Snorrasyni og Þorgeiri S. Helgasyni frá verkfræðistofunni Verkís. Þau greindu frá niðurstöðum úr skýrslu sem Krabbameinsfélagið og Verkís unnu að um nýgengi krabbameina á Suðurnesjum.

Fylgigögn:

Skýrsla  Verkís


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:35. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 4. október 2022.