34. fundur lýðheilsuráðs Reykjanesbæjar haldinn að Tjarnargötu 12, 17. janúar 2023, kl. 14:00
Viðstaddir: Bjarney Rut Jensdóttir formaður, Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir, Anna Lydía Helgadóttir, Karítas Lára Rafnkelsdóttir, Magnús Einþór Áskelsson og Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi sem jafnframt ritaði fundargerð.
1. Lífshlaupið 2023 (2023010317)
Lífshlaupið 2023 hefst þann 1. febrúar nk. Lýðheilsuráð skorar á íbúa, stofnanir og fyrirtæki að vera með í þessu mikilvæga verkefni. Kynning á verkefninu og skráning fara fram á slóðinni lifshlaupid.is og eru bæjarbúar hvattir til að taka þátt og fá alla fjölskylduna með sér í verkefnið.
Fylgigögn:
Lífshlaupið 2023
Áskorun frá lýðheilsuráði
2. Þakkir frá lýðheilsuráði vegna gönguskíðabrauta (2023010318)
Lýðheilsuráð færir þakkir til þeirra sjálfboðaliða sem stóðu að göngusporum í Leiru og Ásbrú. Mikilvægt er þegar litið er til framtíðar að skapa aðstöðu sem miðar að aukinni hreyfingu enda hreyfingaleysi ein helsta ógn tuttugustu og fyrstu aldarinnar, einnig er mikilvægt að bjóða upp á sem fjölbreyttasta afþreyingu til að höfða til breiðari hóps íbúa Reykjanesbæjar.
Fylgigögn:
Þakkir frá lýðheilsuráði
3. Aðgerðaáætlun lýðheilsumála 2023 (2023010320)
Lýðheilsuráð yfirfór aðgerðaáætlun lýðheilsumála fyrir árið 2023 og er sammála um að mörg áhugaverð og mikilvæg verkefni verði að veruleika á árinu.
Fylgigögn:
Aðgerðaáætlun
4. Forvarnir í Reykjanesbæ í sögulegu samhengi (2023010322)
Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir forvarnir í Reykjanesbæ í sögulegu samhengi. Ljóst er að árangur í Reykjanesbæ er afar góður varðandi það að draga úr neyslu ungmenna á áfengi, tóbaki og öðrum vímuefnum. Aðrar áskoranir eru þó uppi í dag svo sem andleg líðan og aukin skjánotkun barna og ungmenna og því kemur ekki á óvart að aðgerðaáætlun lýðheilsuráðs endurspegli m.a. þær áherslur.
5. Frístundir.is (2023010324)
Lýðheilsuráð leggur mikla áherslu á að auka þátttöku allra í hreyfingu og minnir á vefsíðuna fristundir.is. Lýðheilsuráð fagnar því að nú sé hægt að sækja um hvatagreiðslur fyrir 4 – 5 ára börn og að síðar á árinu verði í boði hvatagreiðslur fyrir eldri borgara. Góð íþrótt gulli betri er tilvitnun sem á hér vel við.
Lýðheilsuráð stóð að, í samvinnu við aðra, gerð kynningarmyndbands fyrir vefsíðuna fristundir.is sem hægt er að kynna sér á vefslóðinni https://www.youtube.com/watch?v=WYawMaPUFBU
6. Lýðheilsumál til framtíðar (2023010323)
Lýðheilsumál til framtíðar! Lýðheilsuráð skorar á bæjarstjórn Reykjanesbæjar að hvika hvergi frá né gefa hverskonar afslátt af áherslum er varða lýðheilsumál í Reykjanesbæ. Af nógu er að taka.
Lýðheilsuráð vill koma á framfæri kærum þökkum til Ásdísar Rögnu Einarsdóttur fráfarandi lýðheilsufulltrúa fyrir góð störf og óska henni velfarnaðar á nýjum vettvangi.
7. Markaðsstefna Reykjanesbæjar (2021110284)
Markaðsstefna Reykjanesbæjar lögð fram.
Lýðheilsuráð óskar eftir að lögð verði áhersla á lýðheilsu-, forvarnar- og íþróttamál í stefnunni. Mikill árangur hefur náðst í þessum málaflokkum og gera mætti þeim hærra undir höfði í stefnunni.
Lýðheilsuráð óskar þjónustu- og menningarsviði til hamingju með nýju stefnuna.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15.50. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 7. febrúar 2023.