35. fundur

21.02.2023 14:00

35. fundur lýðheilsuráðs Reykjanesbæjar, haldinn að Tjarnargötu 12, 21. febrúar 2023, kl. 14:00

Viðstaddir: Bjarney Rut Jensdóttir formaður, Anna Lydía Helgadóttir, Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir, Karítas Lára Rafnkelsdóttir og Magnús Einþór Áskelsson.

Að auki sátu fundinn Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi og Íris Andrea Guðmundsdóttir ritari.

1. SOS fræðsla félagsmiðstöðvarinnar Fjörheima (2023020374)

Gunnhildur Gunnarsdóttir forstöðumaður Fjörheima mætti á fundinn og kynnti SOS fræðsluna sem starfsmenn félagsmiðstöðvarinnar hafa verið að vinna að undanfarnar vikur.

S - samskipti
O - orkudrykkir
S – samfélagsmiðlar

Rætt var um markmið fræðslunnar sem eru m.a. að fræða ungmenni svo þau geti tekið upplýstar ákvarðanir. Markmiðið er einnig að ungmenni geti sett sér mörk hvað varðar samskipti, samfélagsmiðla og orkudrykki. Starfsfólk Fjörheima vonar að SOS fræðslan skili bættri líðan ungmenna í Reykjanesbæ.

Lýðheilsuráð þakkar greinargóða kynningu.

Fylgigögn:

SOS fræðsla

2. Fundargerð Samtakahópsins 16. febrúar 2023 (2023010161)

Gunnhildur Gunnarsdóttir forstöðumaður Fjörheima mætti á fundinn og lagði fram fundargerð Samtakahópsins. Á fundi Samtakahópsins voru áhugaverðar kynningar frá Guðrúnu Maríu Þorgeirsdóttur um Hinsegin Plútó og frá Guðfinnu Eðvarðsdóttir og Ragnhildi Magnúsdóttur frá HSS sem kynntu starfsemi og áherslur FMTB.

Lýðheilsuráð þakkar Gunnhildi Gunnarsdóttur forstöðumanni Fjörheima fyrir yfirferð á fundargerðinni og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að boða Ragnhildi og Guðfinnu á næsta fund lýðheilsuráðs.

Fylgigögn:

Fundargerð Samtakahópsins 16. febrúar 2023

3. Heilsueflandi leikskólar í Reykjanesbæ (2023020370)

Lagðar fram upplýsingar um hvaða áherslur eru í heilsueflandi leikskólum í Reykjanesbæ. Mikið og gott starf er unnið í leikskólum Reykjanesbæjar.

Lýðheilsuráð þakkar fyrir upplýsingarnar.

4. Mottumars (2023020371)

Lýðheilsuráð minnir á að framundan er Mottumars sem er átak Krabbameinsfélaginsins til að vekja athygli á krabbameini hjá körlum. Nánari upplýsingar um átakið má finna inn á www.mottumars.is

Fylgigögn:

Mottumars

5. Þakkir fyrir þátttöku í Lífshlaupinu 2023 (2023010317)

Lýðheilsuráð færir þakkir til þeirra sem tóku þátt í lífshlaupinu 2023 en minnir jafnframt á mikilvægi hreyfingar á hverjum degi allan ársins hring. Mikilvægt er að fullorðnir hreyfi sig minnst 30 mínútur á dag.

6. Þakkir til forvarnarteyma grunnskóla Reykjanesbæjar (2023020372)

Vikuna 6. – 10. febrúar fengu nemendur í 7./8. – 10. bekk í Reykjanesbæ fræðslu um m.a. kynímynd, kynvitund, kynheilbrigði, samskipti kynja, mörk og kynferðislegt ofbeldi.

Nýtt teymi (Forvarnarteymi) tók til starfa á síðasta ári í öllum grunnskólum Reykjanesbæjar. Teymin starfa samkvæmt þingsályktun um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, ásamt áætlun um aðgerðir fyrir árin 2021–2025. Markmið teymanna er að tryggja að öll börn á grunnskólaaldri fái fræðslu. Teymin hafa verið að kortleggja og skipuleggja þá fræðslu í vetur í samræmi við alþjóðleg markmið UNESCO um kynfræðslu og kennslu á kynheilbrigði. Afraksturinn birtast í bekkjarnámskrám skólana á næsta skólaári.

Lýðheilsuráð þakkar forvarnarteymum grunnskóla Reykjanesbæjar fyrir flott starf.

Fylgigögn:

Þakkir til forvarnarteyma Reykjanesbæjar

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:15. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 7. mars 2023.