39. fundur lýðheilsuráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 13. júní 2023 kl. 14:00
Viðstaddir: Bjarney Rut Jensdóttir formaður, Anna Lydía Helgadóttir, Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir, Karítas Lára Rafnkelsdóttir og Elfa Hrund Guttormsdóttir.
Að auki sátu fundinn Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi og Íris Eysteinsdóttir ritari.
Magnús Einþór Áskelsson boðaði forföll, Elva Hrund Guttormsdóttir sat fundinn í hans stað.
Daníel Örn Gunnarsson fulltrúi ungmennaráðs sat fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.
1. Kynning frá Virkniteymi MSS (2023060047)
Gunnrún Theódórsdóttir og Ragnhildur Helga Guðbrandsdóttir frá MSS mættu á fundinn og sögðu frá virkniteymi MSS, hver lykilatriðin séu og markmiðum starfsins.
Lýðheilsuráð þakkar greinargóða kynningu.
2. Kynning frá félagsráðgjöfum FS (2023060048)
Rannveig Sigríður Ragnarsdóttir félagsráðgjafi hjá Fjölbrautaskóla Suðurnesja mætti á fundinn og sagði frá þeirri þjónustu sem þau bjóða upp á fyrir nemendur skólans.
Lýðheilsuráð þakkar greinargóða kynningu.
3. Kynning á Björginni geðræktarmiðstöð (2023060049)
Díana Hilmarsdóttir forstöðumaður Bjargarinnar geðræktarmiðstöðvar Suðurnesja mætti á fundinn og kynnti starfsemi þeirra og helstu markmið.
Lýðheilsuráð þakkar greinargóða kynningu.
4. Frístundir.is (2023010324)
Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi minnti á vefinn fristundir.is en þar má kynna sér fjölbreytt úrval íþrótta- og tómstunda sem stendur ungum sem öldnum til boða.
Fylgigögn:
Með því að smella hér ferðu inná fristundir.is
5. Málþing vegna snjallsímalausra grunnskóla (2023030312)
Bjarney Rut Jensdóttir formaður lýðheilsuráðs skýrði frá vinnu ráðsins varðandi málþing um snjallsímanotkun barna og ungmenna í grunnskólum sem ráðgert er að fari fram í haust í Reykjanesbæ.
Lýðheilsuráð felur Bjarneyju Rut Jensdóttur að vinna áfram í málinu.
6. Heilsu- og forvarnarvika Suðurnesja 25. september - 1. október 2023 (2023060135)
Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi sagði frá undirbúningi fyrir heilsu- og forvarnarviku Suðurnesja sem haldin verður 25. september – 1. október og verður að einhverju leyti tengd íþróttaviku Evrópu sem fer fram um svipað leyti. Vakin er sérstök athygli á að heilsu- og forvarnarvikan fer fram viku fyrr en vanalega.
Fylgigögn:
Heilsu- og forvarnarvika Suðurnesja
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:00. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 20. júní 2023.