43. fundur

21.11.2023 14:00

43. fundur lýðheilsuráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 21. nóvember 2023, kl. 14:00

Viðstaddir: Bjarney Rut Jensdóttir formaður, Anna Lydía Helgadóttir, Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir, Karítas Lára Rafnkelsdóttir og Magnús Einþór Áskelsson.

Að auki sátu fundinn Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi, Daníel Örn Gunnarsson ungmennafulltrúi og Íris Eysteinsdóttir ritari.

1. Málþingið Tökum höndum saman (2023110261)

Thelma Hrund Hermannsdóttir frístundaleiðbeinandi sagði frá málþingi sem Fjörheimar og FFGÍR stóðu fyrir þann 7. nóvember sl. Frekari vinna er framundan sem lýðheilsuráð er spennt fyrir að taka þátt í og fylgjast með.

Lýðheilsuráð þakkar fyrir greinargóða kynningu og framtak FFGÍR og Fjörheima.

Fylgigögn:

Málþingið Tökum höndum saman 

2. Félag eldri borgara á Suðurnesjum og virkjun mannauðs (2023050588)

Kristján Gunnarsson formaður Félags eldri borgara á Suðurnesjum, Kristján Gíslason meðstjórnandi og Sigurbjörg Jónsdóttir gjaldkeri mættu á fundinn og sögðu frá starfi félagsins sem og Jón Ólafur Jónsson sem kynnti starfsemi Virkjunar.

Lýðheilsuráð þakkar fyrir góðar kynningar og umræður.

Fylgigögn:

Félag eldri borgara á Suðurnesjum 

3. Hvatagreiðslur eldra fólks í Reykjanesbæ (2023050588)

Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti drög að reglum um hvatagreiðslur eldra fólks 67 ára og eldri sem taka gildi 1. janúar nk.

Kristján Gunnarsson formaður Félags eldri borgara á Suðurnesjum, Kristján Gíslason meðstjórnandi, Sigurbjörg Jónsdóttir gjaldkeri og Jón Ólafur Jónsson frá Virkjun tóku þátt í umræðum um hvatagreiðslur eldra fólks.

Fylgigögn:

Reglur um hvatagreiðslur eldra fólks

Hvatagreiðslur eldra fólks

4. Könnun rannsóknar og greiningar - niðurstöður væntanlegar (2023110263)

Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi sagði frá því að væntanlegar eru nýjar tölur frá Rannsóknum og greiningu er varðar hegðun og líðan grunnskólabarna í Reykjanesbæ.

Lýðheilsuráð leggur áherslu á að fá kynningu á niðurstöðunum um leið og þær verða tilbúnar.

5. Vinarþel ÍT lýðheilsumála til íbúa Grindavíkur (2023110275)

Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti samantekt á vinarþeli þeirra sem sinna íþróttum, tómstundum og lýðheilsu í Reykjanesbæ.

Lýðheilsuráð sendir hugheilar kveðjur til íbúa Grindavíkur.

Fylgigögn:

Vinarþel til íbúa Grindavíkur

6. Öruggari Suðurnes (2023100218)

Lýðheilsuráð hrósar þeim sem komu á laggarnir samráðshópi sem hefur það að markmiði að mynda varnir gegn ofbeldi og öðrum afbrotum á Suðurnesjum.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15.50. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 5. desember 2023.