47. fundur lýðheilsuráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 9. apríl 2024, kl. 14:00
Viðstödd: Bjarney Rut Jensdóttir formaður, Elfa Hrund Guttormsdóttir, Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir, Karítas Lára Rafnkelsdóttir og Tanja Veselinovic.
Að auki sátu fundinn Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundarfulltrúi, Perla Dís Gunnarsdóttir fulltrúi ungmennaráðs og Íris Eysteinsdóttir ritari.
Anna Lydía Helgadóttir boðaði forföll. Tanja Veselinovic sat fundinn í hennar stað.
Magnús Einþór Áskelsson boðaði forföll. Elfa Hrund Guttormsdóttir sat fundinn í hans stað.
1. Kynning á Baun 2. - 12. maí 2024 (2024030098)
Guðlaug María Lewis menningarfulltrúi og Halla Karen Guðjónsdóttir verkefnastjóri viðburðarhalds mættu á fundinn og kynntu Baun – Barna og ungmennahátíð Reykjanesbæjar sem haldin verður 2. – 12. maí nk.
Lýðheilsuráð þakkar fyrir góða kynningu og fagnar þessu frábæra framtaki.
2. Ráðstefna Samtaka heilsuleikskóla (2024020098)
Skýrsla um framkvæmd ráðstefnunnar lögð fram.
Lýðheilsuráð þakkar þeim sem stóðu að ráðstefnunni og óskar þeim til hamingju með vel heppnaða ráðstefnu sem sannarlega talar inn í verkefnið Reykjanesbær heilsueflandi samfélag.
3. Fundargerð Samtakahópsins frá 18. mars 2024 (2024030167)
Fundargerð Samtakahópsins lögð fram.
Lýðheilsuráð hrósar Samtakahópnum fyrir að standa fyrir kynfræðslu frá Sólborgu Guðbrandsdóttur fyrir ungmennin okkar í Fjörheimum.
Fylgigögn:
Tökum höndum saman
Fundargerð Samtakahópsins frá 18. mars 2024
4. Heilsueflandi samfélag (2024030096)
Hafþór Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti fyrir lýðheilsuráði ráðleggingar embættis landlæknis.
Lýðheilsuráð hvetur íbúa Reykjanesbæjar til að kynna sér ráðleggingarnar.
Vellíðan fyrir öll
5. Sumar í Reykjanesbæ 2024 (2023010324)
Hvað verður í boði fyrir börn, ungmenni og fullorðna í Reykjanesbæ sumarið 2024?
Við óskum eftir sumarefni frá íþrótta- og tómstundahreyfingunni sem og öðrum sem vilja kynna íþrótta-, tómstunda- og leikjanámskeið fyrir bæjarbúum.
Ef félagar eða klúbbar áforma að bjóða börnum, ungmennum og/eða öðrum íbúum í Reykjanesbæ upp á tómstunda- og/eða leikjanámskeið eða aðra afþreyingu í sumar biðjum við um að upplýsingar verði sendar til íþrótta- og tómstundafulltrúa á netfangið: sumar@reykjanesbaer.is fyrir 1. maí nk. Endilega sendið myndir með.
Nánari upplýsingar verða birtar á vefnum fristundir.is
Fylgigögn:
Sumar í Reykjanesbæ 2024
6. Snjallsímalausir skólar (2023030312)
Hafþór Birgisson sagði frá samskiptum við skólastjóra grunnskólans á Egilsstöðum varðandi snjallsímalausa grunnskóla. Verkefnið gengur afar vel þar.
7. Atvinnustefna Reykjanesbæjar - beiðni um umsögn (2023020501)
Atvinnu- og hafnaráð óskar eftir umsögnum um meðfylgjandi drög að atvinnustefnu Reykjanesbæjar 2024 – 2034.
Lýðheilsuráð felur Bjarneyju Rut Jensdóttur formanni ráðsins að koma umsögunum á atvinnu- og hafnaráð.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15.50. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 16. apríl 2024.