51. fundur

26.01.2024 00:00

51. fundur menningar- og þjónusturáðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 26. janúar 2024, kl. 08:30

Viðstaddir: Trausti Arngrímsson formaður, Birgitta Rún Birgisdóttir, Eva Stefánsdóttir, Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir og Sverrir Bergmann Magnússon.

Að auki sátu fundinn Þórdís Ósk Helgadóttir sviðsstjóri menningar- og þjónustusviðs og Íris Eysteinsdóttir ritari.

Elfa Hrund Guttormsdóttir boðaði forföll og sat Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir fundinn í hennar stað.

1. Skipting embætta í menningar- og þjónusturáði (2024010091)

Eydís Hentze Pétursdóttir (S) fer út sem aðalmaður. Elfa Hrund Guttormsdóttir (S) kemur inn sem aðalmaður. Elfa Hrund Guttormsdóttir (S) fer út sem varamaður. Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir kemur inn sem varamaður (S).

Sverrir Bergmann Magnússon var valin varaformaður ráðsins og Birgitta Rún Birgisdóttir var valin ritari.

2. Stafræn Þróun (2023010511)

Áslaug Þ. Guðjónsdóttir Luther deildarstjóri þjónustu- og þróunar mætti á fundinn og fór yfir stafræn verkefni sem unnið er að og verkefni sem liggja fyrir að innleiða hjá Reykjanesbæ.

Fylgigögn:

Stafræn þróun

3. Hljómahöll (2023120295)

Erindi frestað.

4. Menningarkort (2022110445)

Erindi frestað.

5. Listahátíð barna (2024010394)

Helga Þórsdóttir safnstjóri Listasafns Reykjanesbæjar mætti á fundinn og útskýrði nýtt fyrirkomulag við skipulag á Listahátíð barna.

6. Nýtt varðveisluhúsnæði (2022030093)

Eva Kristín Dal safnstjóri Byggðasafns Reykjanesbæjar mætti á fundinn og fór yfir stöðu framkvæmda á nýju varðveisluhúsnæði Reykjanesbæjar að Flugvallarbraut 710.

7. Byggðasafn Reykjanesbæjar (2024010416)

Drög að stefnu Byggðasafnsins og söfnunarstefnan voru lögð fram til samþykktar. Menningar- og þjónusturáð þakkar fyrir metnaðarfulla og vandaða stefnu.

8. Endurmörkun markaðsefnis (2021110284)

Útboð átti sér stað við endurmörkun á markaðsefni sveitarfélagsins og vinnu við nýja heimasíðu. Alls voru útboðsgögn send á 17 aðila/fyrirtæki en 8 fyrirtæki sendu inn tilboð. Farið var yfir tilboðin og þau rædd. Markaðsstjóra er falið að meta tilboðin í samráði við sviðsstjóra menningar- og þjónustusviðs og vefstjóra og vinna málið áfram.

Eva Stefánsdóttir vék af fundi undir þessu máli.

9. Ferðamálastefna Reykjanesbæjar (2023090556)

Farið var yfir stöðu vinnu við ferðamálastefnu Reykjanesbæjar og næstu skref.

10. Greiningarvinna á menningarhúsum (2022110463)

Minnisblað frá Þórdísi Ósk Helgadóttur sviðsstjóra menningar- og þjónustusviðs og Guðlaugu Maríu Lewis menningarfulltrúa lagt fram.

Menningar- og þjónusturáð tekur undir erindið og ítrekar mikilvægi þess að íbúum standi til boða þátttaka í fjölbreyttu menningarstarfi enda hafa rannsóknir sýnt að þátttaka í slíku starfi hafi jákvæð áhrif á líðan og heilsu fólks. Til að slík starfsemi geti þrifist er nauðsynlegt að hópunum standi til boða aðstaða sem telst örugg og sé ekki heilsuspillandi. Ráðið tekur undir að forsenda þess að starfsemi menningarhópa geti þrifist sé að þeim standi til boða aðstaða og því hvetur ráðið til þess að farið verði í aðgerðir til að tryggja menningarhópum aðstöðu til að halda úti starfsemi sinni og vísar erindinu í bæjarráð.

Fylgigögn:

Framtíðaráform svarta pakkhússins

11. Vefstefna Reykjanesbæjar (2023060380)

Drög að vefstefnu var lögð fram til umsagnar. Menningar- og þjónusturáð óskar eftir umsögnum frá öðrum ráðum og nefndum bæjarins. Umsagnir eiga að berast fyrir 1. mars 2024.

Menningar- og þjónusturáð lýsir yfir ánægju með drög að vefstefnu og þakkar fyrir vinnu við gerð hennar. Ráðið lýsir einnig yfir ánægju með að vefmál sveitarfélagsins séu skoðuð heildstætt sem eykur gæði, öryggi og hagkvæmni við rekstur vefsvæða.

12. Bókasafn Reykjanesbæjar (2024010418)

Einar Áskell 50 ára.

Ný sýning um sögupersónuna Einar Áskel hefur verið opnuð í átthagastofu Bókasafns Reykjanesbæjar. Sýningin var áður á barnabókasafni Norræna hússins auk annarra bókasafna víðsvegar um landið.

Sýningin er unnin í samvinnu við sænska sendiráðið og Sænsku stofnunina á Íslandi og stendur til og með 29. febrúar nk. á opnunartíma safnsins.

Menningar- og þjónusturáð hvetur fólk til að fara á sýninguna.

13. Afmælissjóður (2024010135)

Reykjanesbær er 30 ára í ár og því ber að fagna. Í tilefni afmælisársins hefur verið opnað fyrir umsóknir í afmælissjóð sem allir geta sótt um styrk í vegna verkefna og viðburða sem tengjast afmælishátíðinni.

Menningar- og þjónusturáð hvetur íbúa og menningarhópa til að sækja um styrki á vef Reykjanesbæjar.

Fylgigögn:

Frétt um afmælissjóðinn á vef Reykjanesbæjar

Rafræn umsókn um styrk úr afmælissjóði Reykjanesbæjar

14. Menningarsjóður (2024010419)

Menningar- og þjónusturáð vekur athygli á að nú hefur verið opnað fyrir umsóknir í menningarsjóð Reykjanesbæjar þar sem hægt er að sækja um styrki í fjölbreytt verkefni sem efla menningarlíf í Reykjanesbæ. Menningar- og þjónusturáð hvetur alla sem luma á skemmtilegum hugmyndum að verkefnum til að sækja um í sjóðinn. Opið er fyrir umsóknir til 11. febrúar og sótt er um í gegnum Mitt Reykjanes.

15. Safnahelgi á Suðurnesjum 2024 (2024010424)

Safnahelgi á Suðurnesjum er samstarfsverkefni safna, setra og sýninga á Suðurnesjum sem opna dyrnar sínar fyrir íbúum og gestum svæðisins. Hún er venjulega haldin í mars en vegna viðkvæmrar stöðu Grindavíkur leggur samstarfshópur sem skipaður er fulltrúum allra sveitarfélaganna til að safnahelginni verði frestað til 25.- 27. október nk.

Menningar- og þjónusturáð tekur undir tillögu samstarfshópsins.

16. Jafnréttisáætlun Reykjanesbæjar 2023-2027 (2022080621)

Bæjarráð óskar eftir umsögn um jafnréttisáætlun Reykjanesbæjar hjá nefndum og ráðum.

Trausta Arngrímssyni formanni menningar- og þjónusturáðs er falið að koma athugasemdum ráðsins til bæjarráðs.

17. Bílastæðasjóður Reykjanesbæjar 2023 (2022100414)

Óskað er eftir umsögn um samþykkt um bílastæðasjóð Reykjanesbæjar 2023 fyrir 2. febrúar 2024.

Menningar- og þjónusturáð felur Þórdísi Ósk Helgadóttur sviðsstjóra menningar- og þjónustusviðs að koma umsögn áleiðis.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10.30. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 6. febrúar 2024.