383. fundur

14.03.2025 08:15

383. fundur menntaráðs Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 14. mars 2025 kl. 08:15

Viðstaddir: Sverrir Bergmann Magnússon formaður, Birgitta Rún Birgisdóttir, Halldór Rósmundur Guðjónsson, Harpa Björg Sævarsdóttir og Sighvatur Jónsson.

Að auki sátu fundinn Gróa Axelsdóttir fulltrúi skólastjóra grunnskóla, Skúli Sigurðsson fulltrúi grunnskólakennara, Anita Engley Guðbergsdóttir fulltrúi FFGÍR, María Petrína Berg fulltrúi leikskólastjóra, Helgi Arnarson sviðsstjóri menntasviðs, Haraldur Axel Einarsson grunnskólafulltrúi, Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

Gígja Sigríður Guðjónsdóttir boðaði forföll og sat Birgitta Rún Birgisdóttir fundinn í hennar stað. Ólöf Magnea Sverrisdóttir boðaði forföll og sat María Petrína Berg fundinn í hennar stað. Jóhanna Helgadóttir og Vilborg Pétursdóttir boðuðu forföll.

1. Staða framkvæmda (2022100267)

Hreinn Ágúst Kristinsson deildarstjóri eignaumsýslu mætti á fundinn og fór yfir stöðu framkvæmda við leikskólann Asparlaut, leikskólann Drekadal og sundlaug Stapaskóla.

2. Friðheimar (2023120349)

Haraldur Axel Einarsson grunnskólafulltrúi gerði grein fyrir stöðu mála varðandi samstarf Reykjanesbæjar og Vinnumálastofnunar um Friðheima, námsúrræði fyrir börn í leit að alþjóðlegri vernd.

3. Kjarasamningar við Kennarasamband Íslands - áhrif á rekstur menntasviðs (2024030142)

Helgi Arnarson sviðsstjóri menntasviðs fór yfir mat á áhrifum nýgerðra kjarasamninga milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands á rekstur menntasviðs.

4. Mælaborð menntasviðs - ársuppgjör 2024 (2024080411)

Helgi Arnarson sviðsstjóri menntasviðs kynnti mælaborð og ársskýrslu menntasviðs fyrir árið 2024.

5. Staða leikskólamála (2025030164)

Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi fór yfir stöðu innritunar í leikskólum í Reykjanesbæ og upplýsingar um aldursdreifingu barna í sveitarfélaginu og hverfaskiptingu þeirra.

6. Aðstaða tónlistarskóla í grunnskólum (2025020241)

Helgi Arnarson sviðsstjóri menntasviðs fór yfir upplýsingar um aðstöðu fyrir tónlistarskólann í grunnskólum sveitarfélagsins.

Undanfarin ár hefur einkakennsla kennara tónlistarskólans farið fram innan grunnskólanna fyrir þá nemendur sem eru í tónlistarnámi. Því er mikilvægt að finna lausn á húsnæðismálum innan grunnskólanna þannig að sú kennsla geti haldið áfram í samstarfi tónlistarskólans og grunnskólanna.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:16. Fundargerðin fer til afgreiðslu bæjarstjórnar 18. mars 2025.