Fundur í neyðarstjórn Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 10. mars 2020 kl. 09:00
Viðstaddir: Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Friðjón Einarsson formaður bæjarráðs, Unnar Steinn Bjarndal bæjarlögmaður, Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Regína F. Guðmundsdóttir fjármálastjóri, Þórdís Ósk Helgadóttir forstöðumaður Súlunnar, Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri, Halldóra G. Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra, Guðrún Magnúsdóttir lýðheilsufulltrúi, Kristinn Óskarsson mannauðsstjóri, Hilma H. Sigurðardóttir verkefnastjóri fjölmenningarmála, Theodór Kjartansson vinnuverndar- og öryggisfulltrúi og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.
1. Samþykkt bæjarráðs og drög að erindisbréfi
Farið yfir samþykkt bæjarráðs um hlutverk neyðarstjórnar og drög að erindisbréfi lögð fram.
2. Neyðaráætlun Reykjanesbæjar
Drög að áætlun lögð fram.
3. Tímabundin verkefni vinnuverndar- og öryggismála á USK
Theodór Kjartansson hefur tekið að sér verkefni vinnuverndar- og öryggismála.
4. Yfirlit yfir það sem þegar hefur verið gert
Aðgerðir sem gripið hefur verið til hjá Reykjanesbæ:
• Tilkynningar á Workplace
• Beiðni um að fylgja tilmælum og leiðbeiningum frá sóttvarnalækni og Embætti landlæknis til að mynda um handþvott og hreinlæti
• Hengd upp veggspjöld og dreift í stofnanir
• Aukning á sprittstöðvum
• Tíðari þrif í stofnunum og starfsstöðvum Reykjanesbæjar
• Sjálfsskömmtun í mötuneytum grunnskólanna hætt
• Frestun á safnahelgi
• Bækur og aðrir munir í bókasafni eru sótthreinsuð
Takmörkun á starfsemi frá og með 9 mars:
• Matsalur á Nesvöllum lokaður.
• Félagsstarf aldraðra á Nesvöllum fellur niður.
• Takmörkuð þjónusta í Hæfingarstöðinni.
• Reykjaneshöll lokuð fyrir gönguhópa á morgnana.
• Virkjun lokuð
5. Frekari viðbrögð og ráðstafanir
• Skilgreina boðleiðir.
• Kynna fyrir starfsmönnum hvernig mikilvægum upplýsingum verður komið til þeirra. Hægt er að nota Workplace í þeim tilgangi.
• Póstur frá bæjarstjóra um neyðarstjórn og að staðan sé tekin reglulega og upplýsingum komið áleiðis ef eitthvað breytist.
• Setja upplýsingar á heimasíðu Reykjanesbæjar.
• Minni hópur úr neyðarstjórninni mun hittast daglega á meðan neyðarstig almannavarna vegna COVID-19 ríkir og bregðast við eftir þörfum. Hópurinn verður skipaður bæjarstjóra, aðstoðarmanni bæjarstjóra, sviðsstjóra velferðarsviðs, sviðsstjóra fræðslusviðs, forstöðumanni Súlunnar, lýðheilsufulltrúa og vinnuverndar- og öryggisfulltrúa.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:00.