11. fundur í neyðarstjórn Reykjanesbæjar - fjarfundur haldinn þann 20. mars 2020 kl. 15:15
Þátttakendur: Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Unnar Steinn Bjarndal bæjarlögmaður, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Guðlaugur Helgi Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs, Regína F. Guðmundsdóttir fjármálastjóri, Þórdís Ósk Helgadóttir forstöðumaður Súlunnar, Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri, Halldóra G. Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra, Guðrún Magnúsdóttir lýðheilsufulltrúi, Kristinn Óskarsson mannauðsstjóri, Hilma H. Sigurðardóttir verkefnastjóri fjölmenningarmála, Theodór Kjartansson vinnuverndar- og öryggisfulltrúi, Jóna Hrefna Bergsveinsdóttir deildarstjóri þjónustu og þróunar, Friðjón Einarsson formaður bæjarráðs, Jóhann Friðrik Friðriksson forseti bæjarstjórnar og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.
1. Upplýsingafundur Almannavarna 20. mars 2020
a. Gert ráð fyrir hertari aðgerðum á næstu dögum, t.d. varðandi samkomubann. Þarf að skoða hvaða áhrif það hefði á starfsemi Reykjanesbæjar.
b. Rætt var um umgengni barna utan skóla og leikskóla.
2. Staðan á sviðum
Velferðarsvið
Verið að skoða frekari aðgerðir hjá stofnunum velferðarsviðs. Búið að senda út auglýsingar varðandi heimsendingu matar.
Fræðslusvið
Gengur vel í leikskólunum eins og undanfarna daga. Allir leikskólarnir eru starfandi með takmörkunum nema Tjarnarsel sem er lokaður til 30. mars.
Það gengur vel í grunnskólunum. Komið hafa upp smit í Holtaskóla og Heiðarskóla og er einn bekkur í sóttkví ásamt nokkrum kennurum og einum stuðningsfulltrúa.
Allir dagforeldrar sem eru 26 talsins eru starfandi.
Unnið er að útfærslum á skipulagi máltíða í skólum í samstarfi við þjónustuaðila.
Engar æfingar eru í Bardagahöllinni.
Í íþróttamiðstöð Njarðvíkur verða sundlaug, gufa, pottar og líkamsrækt lokað í samkomubanni. Íþróttasalur verður opinn en með ströngu eftirliti og auka þrifum. Ákvarðanir varðandi opnun verða endurskoðaðar eftir því sem fram líður og metnar eftir því hvernig til tekst út frá sóttvarnarsjónarmiðum.
Umhverfissvið, skrifstofa og umhverfissmiðstöð
Óbreytt staða á umhverfissviði. Ótrúleg jákvæðni hjá öllum starfsmönnum og allir mjög lausnamiðaðir. Óhætt að hrósa þeim, sem og öðrum starfsmönnum Reykjanesbæjar.
Fjármálaskrifstofa
Búið að aðskilja gjaldkerana og einnig búið að aðskilja starfsmenn launadeildar. Annað óbreytt.
Skrifstofa stjórnsýslu
Búið er að þýða umsókn um fjárhagsaðstoð á Mitt Reykjanes á pólsku, þýðing á ensku verður tilbúin innan tíðar.
Súlan
Óbreytt staða
Reykjaneshöfn
Óbreytt staða.
3. Önnur mál
a. Lagt til að helgin og mánudagurinn verði nýtt til að hólfa ráðhúsið niður.
b. Skoða þarf hvort tölvudeildin getur notað fjarhjálp til að aðstoða starfsmenn.
c. Ríkisstjórn Íslands hefur boðað til blaðamannafundar í Hörpu á morgun kl. 13:00 Fundinum verður streymt á vefsíðu Stjórnarráðsins.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.05.