16. fundur

25.03.2020 15:15

16. fundur í neyðarstjórn Reykjanesbæjar - fjarfundur haldinn þann 25. mars 2020 kl. 15:15

Þátttakendur: Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Halldóra G. Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra, Unnar S. Bjarndal bæjarlögmaður, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Regína F. Guðmundsdóttir fjármálastjóri, Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri, Þórdís Ósk Helgadóttir forstöðumaður Súlunnar, Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs, Kristinn Óskarsson mannauðsstjóri, Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir deildarstjóri þjónustu og þróunar, Hilma H. Sigurðardóttir verkefnastjóri fjölmenningarmála, Guðrún Magnúsdóttir lýðheilsufulltrúi, Theodór Kjartansson vinnuverndar- og öryggisfulltrúi, Jóhann Friðrik Friðriksson forseti bæjarstjórnar, Friðjón Einarsson formaður bæjarráðs og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Staðan á sviðum

Velferðarsvið

Gengur vel við þessar sérstöku aðstæður. Starfsmenn allir sem einn eiga hrós skilið fyrir frábært starf og fyrir að standa vörð um velferð þjónustuþega.

Fræðslusvið

Bréf frá sóttvarnalækni og landlækni var sent til skólastjóra, kennara og foreldra í morgun. Megininntak bréfsins var að árétta mikilvægi þess að nemendur í leik- og grunnskólum haldi áfram að sækja skóla þrátt fyrir takmörkun á skólahaldi.

Við erum að heyra af fjárhagslegum áhyggjum úr íþróttahreyfingunni en verið er að vinna frábært starf víðs vegar til að halda börnum og unglingum í virkni. Tími lokana í íþróttamannvirkjum er nýttur til viðhalds.

Umhverfissvið - skrifstofa og umhverfissmiðstöð

Óbreytt staða.

Fjármálaskrifstofa

Óbreytt staða.

Skrifstofa stjórnsýslu

Óbreytt staða.

Súlan

Óbreytt staða.

Reykjaneshöfn

Óbreytt staða.

2. Önnur mál

a. Samband íslenskra sveitarfélaga sendi í dag leiðbeiningar fyrir starfsfólk sveitarfélaga sem hafa verið þýddar á mörg tungumál. Þetta eru bæði almennar leiðbeiningar vegna COVID-19 og upplýsingar sem snúa að réttindum starfsfólks.

b. Ákveðið að fundir neyðarstjórnar verði framvegis þrisvar í viku, á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Ef eitthvað aðkallandi kemur upp verður boðað til aukafundar.

c. Áríðandi að allir haldi vöku sinni og sýni fordæmi með að fara eftir reglum um smitvarnir.

d. Covid.is er nú á 9 tungumálum.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:42.