2. fundur

11.03.2020 15:00

2. fundur í neyðarstjórn Reykjanesbæjar haldinn að Tjarnargötu 12 þann 11. mars 2020 kl. 15:00.

Viðstaddir: Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, Þórdís Ósk Helgadóttir forstöðumaður Súlunnar, Halldóra G. Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra, Guðrún Magnúsdóttir lýðheilsufulltrúi, Theodór Kjartansson vinnuverndar- og öryggisfulltrúi og Hrefna Höskuldsdóttir ritari.

Sameiginleg viðbragðsáætlun

Unnið er að viðbragðsáætlun fyrir Reykjanesbæ. Vinnuverndar- og öryggisfulltrúi mun fara í heimsóknir í stofnanir Reykjanesbæjar og fara yfir þær upplýsingar. Jafnframt skoðar hann hvort og hvaða áætlanir eru til á stofnunum og til hvaða aðgerða er búið að grípa.

Aukin þrif

Aukin þrif eru í leik- og grunnskólum á snertiflötum. Dagar ehf. hafa gefið út leiðbeiningar um þrif á tímum COVID 19. Búið að skipta yfir í meira sótthreinsandi efni.
Gefa út tilmæli um að geyma sprittbrúsa sem klárast, með því hægt er að kaupa spritt í stærra magni og hella yfir á minni brúsa. Halldóra G. Jónsdóttir gefur út tilmælin.

Hvetja til fjarfunda

Starfsstöðvar eru hvattar til fjarfunda þar sem því er viðkomið, þannig að heilu sviðin séu ekki að funda saman.

Mötuneyti í Ráðhúsinu Tjarnargötu 12

Ekki farið að skammta á diska í Ráðhúsinu. Því þarf að ítreka innanhúss að þvo sér áður en farið er í mat. Guðrún Magnúsdóttir sendir út skilaboð á Workplace að starfsmenn þvoi sér um hendur þegar þeir eru komnir niður. Vaskur er alveg við hendina.
Setja skilti á WC við mötuneyti. Guðrún Magnúsdóttir sér um það.

Lykilstarfsmenn tilgreini staðgengla

Kjartan Már sendir á framkvæmdastjórn að hver lykilstjórnandi tilgreini sýna staðgengla.

Upplýsingar til starfsmanna

Stofna nýja síðu á Workplace sem heitir Fréttir frá neyðarstjórn Reykjanesbæjar þar sem settar væru inn upplýsingar. Halldóra sér um að síðan verði stofnuð.

Punktar úr upplýsingafundi Almannavarna 11. mars 2020

  • 90 smitaðir, einn hefur verið lagður inn á sjúkrahús. 2 ekki vitað hvaðan smit kemur.
  • Eru að reyna að fækka fjölda þeirra sem smitast og vernda þá sem eru aldraðir og viðkvæmir ( með undirliggjandi sjúkdóma)
  • Forðast að vera á mannamótum.
  • Athyglisvert að sjá viðbrögð einstaklinga og fyrirtækja til að draga úr smitum. Þessar aðgerðir skila langmestu í draga úr dreifingu fremur en boð og bönn
  • Samkomubann komið til alvarlegrar skoðunar enn ekki enn komið til framkvæmda.
  • Verið er að útvíkka sýnatökuna, ekki eins ströng og þau hafa verið
  • Á einhverjum tímapunkti þurfum við að breyta um bardagataktík, verður kynnt þegar þar að kemur.
  • Eftir samkomubann dettur smit niður um tíma en getur svo farið upp aftur. Smitsjúkdómafræðingar mæla ekki með því strax. Erum að undirbúa okkur að það muni verða á endanum. Þetta fer eftir áhættumati á hverjum degi og höfum lítinn fyrirvara á því. Samkomubann mun ekki endilega ná til alls landsins.

Hlutverk neyðarstjórnar er fyrst og fremst að horfa á stofnanir Reykjanesbæjar til að byrja með til að tryggja starfssemi þeirra.
Kjartan Már fundaði með lögreglustjóra, slökkviliðsstjóra og sóttvarnalækni umdæmisins í morgun, farið var yfir stöðuna.

Neyðarstjórn mun áfram fylgjast með tilmælum Almannavarna.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15.55.