21. fundur

06.04.2020 15:15

21. fundur í neyðarstjórn Reykjanesbæjar - fjarfundur 6. apríl 2020 kl. 15:15

Þátttakendur: Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Halldóra G. Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra, Unnar S. Bjarndal bæjarlögmaður, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, María Gunnarsdóttir forstöðumaður barnaverndar og staðgengill sviðsstjóra velferðarsviðs, Regína F. Guðmundsdóttir fjármálastjóri, Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri, Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir deildarstjóri þjónustu og þróunar, Kristinn Óskarsson mannauðsstjóri, Hilma H. Sigurðardóttir verkefnastjóri fjölmenningarmála, Guðrún Magnúsdóttir lýðheilsufulltrúi, Þórdís Ósk Helgadóttir forstöðumaður Súlunnar, Theodór Kjartansson vinnuverndar- og öryggisfulltrúi, Friðjón Einarsson formaður bæjarráðs og Hrefna Höskuldsdóttir ritari.

1. Upplýsingafundir Almannavarna

Ítrekað að halda sig heima um páskana.

2. Staðan á sviðum

Velferðarsvið

Gengur ágætlega, veikindi hafa komið upp hjá starfsmönnum og nokkrir hafa farið í sýnatöku en engin smit hafa verið staðfest.

Fræðslusvið

Lítið nýtt. Tjarnarsel 3 starfsmenn af 7 útskrifaðir.

Umhverfissvið - skrifstofa og umhverfissmiðstöð

Óbreytt staða.

Fjármálaskrifstofa

Óbreytt staða.

Skrifstofa stjórnsýslu

Óbreytt staða.

Súlan

Óbreytt staða.

Reykjaneshöfn

Óbreytt staða.

3. Önnur mál

Staðan 6. apríl í Reykjanesbæ
• 51 staðfest smit
• 36 í einangrun
• 15 hafa fengið bata
• 168 í sóttkví

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:32.