28. fundur

24.04.2020 15:15

28. fundur í neyðarstjórn Reykjanesbæjar – fjarfundur 24. apríl 2020 kl. 15:15

Þátttakendur: Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Halldóra G. Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra, María Gunnarsdóttir forstöðumaður barnaverndar og staðgengill sviðsstjóra velferðarsviðs, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, Regína Fanný Guðmundsdóttir fjármálastjóri, Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir deildarstjóri þjónustu og þróunar, Hilma H. Sigurðardóttir verkefnastjóri fjölmenningarmála, Guðrún Magnúsdóttir lýðheilsufulltrúi, Þórdís Ósk Helgadóttir forstöðumaður Súlunnar og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Upplýsingafundur Almannavarna

Ekkert smit greindist í gær. Áfram þarf þó að gæta fyllsta öryggis.

Íslensk erfðagreining byrjuð að kalla inn fólk sem hefur verið í sóttkví en ekki farið í sýnatöku.

2. Staðan á sviðum

Velferðarsvið

Óbreytt staða að mestu í starfsmannamálum.

Fræðslusvið

Óbreytt staða.

Umhverfissvið - skrifstofa og umhverfissmiðstöð

Óbreytt staða.

Fjármálaskrifstofa

Óbreytt staða.

Skrifstofa stjórnsýslu

Óbreytt staða.

Súlan

Óbreytt staða í starfsmannamálum.

Frábær viðbrögð hafa verið víðs vegar að úr heiminum við tónleikum sem haldnir hafa verið í Hljómahöll að undanförnu undir yfirskriftinni Látum okkur streyma.

Reykjaneshöfn

Óbreytt staða.

3. Önnur mál

a. Angela verður tilbúin með matseðil fimmtudaginn 30. apríl fyrir vikuna á eftir, frá miðvikudegi 6. maí. Við setjum hann á Workplace og biðjum fólk að skrá sig á daga og á hvaða svæði það er. Hún mun afgreiða mat í mötuneyti fyrir græna hópinn og í kaffihúsi fyrir gula hópinn. Blái hópurinn mun fá sendan mat í bakka sem hann getur neytt í Súlum. Hún ætlar að vera með léttan mat fyrstu vikuna og er meðvituð um að þetta gæti farið hægt af stað.

b. Upplýsingafundur í aðgerðarstjórn Almannavarna á Suðurnesjum fór fram í dag. Eftirfarandi kom fram:

Suðurnesjabær: Ekkert nýtt, verið að undirbúa tilslakanir frá og með 4. maí. Munu fara mjög varlega.
Grindavík: Sama en fundur í neyðarstjórn eftir helgi.
Vogar: Neyðarstjórn fundar 2-5 sinnum í viku. Allt kapp lagt á að tryggja öryggi starfsfólks. Mögulega takmörkuð opnun stofnana eftir 4. maí.
Svæðisstjórn björgunarsveitanna: Engar sérstakar fréttir, lítið að gera, sem betur fer.
Brunavarnir Suðurnesja: Flutningum vegna Covid fækkað verulega. Allt með kyrrum kjörum, enginn starfsmaður í sóttkví.
Lögreglan: Áhyggjur af auknu heimilisofbeldi, áframhaldandi gott samstarf við félagsþjónustu sveitarfélaganna mikilvægt. Frekari uppsagnir t.d. hjá Icelandair auka líkur á meira heimilisofbeldi. Eru byrjuð að safna tölfræðilegum upplýsingum um félagsleg áhrif.
HSS: Hefur róast mikið, fá sýni tekin síðustu daga. Leggja áherslu á að höftum verði létt rólega og í litlum skrefum.
Aukið atvinnuleysi mun mögulega þýða aukið álag á HSS, lögreglu, VMST, félagsþjónustuna o.fl.

c. Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands og Guðrún Magnúsdóttir, lýðheilsufræðingur Reykjanesbæjar eru að vinna að aukinni þjónustu í sveitarfélaginu vegna breyttra aðstæðna í samfélaginu. Krabbameinsfélagið er núna með starfandi ráðgjafarþjónustu í Skógarhlíð þar sem sálfræðingar, hjúkrunarfræðingar og félagsráðgjafi sinna mikilvægu starfi og ráðgjöf. Ekki er um meðferðarúrræði að ræða heldur þverfaglega ráðgjöf. Verið er að finna húsnæði fyrir starfsemina og svo er stefnt að því að auglýsa þjónustuna vel fyrir bæjarbúa áður en hún hefst.

d. Samráðshópur um forvarnaraðgerðir í kjölfar COVID-19 hélt sinn fyrsta fund í morgun.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:40.