30. fundur

29.04.2020 15:15

30. fundur í neyðarstjórn Reykjanesbæjar – fjarfundur 29. apríl 2020 kl. 15:15

Þátttakendur: Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Halldóra G. Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra, Unnar S. Bjarndal bæjarlögmaður, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Helgi Arnarsson sviðsstjóri fræðslusviðs, Regína Fanný Guðmundsdóttir fjármálastjóri, Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri, Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir deildarstjóri þjónustu og þróunar, Hilma H. Sigurðardóttir verkefnastjóri fjölmenningarmála, Guðrún Magnúsdóttir lýðheilsufulltrúi, Þórdís Ósk Helgadóttir forstöðumaður Súlunnar, Friðjón Einarsson formaður bæjarráðs og Hrefna Höskuldsdóttir ritari.

1. Upplýsingafundur Almannavarna

Áréttað var á fundinum að 2m fjarlægðarviðmið verður áfram í gildi fyrir fullorðna eftir 4. maí.

2. Staðan á sviðum

Velferðarsvið

Verið að undirbúa breytingar á þjónustu frá og með 4. maí í samræmi við tilslakanir á samkomubanni og leiðbeiningar fyrir velferðarþjónustu sveitarfélaga.

Hæfingarstöðin, Björgin og Nesvellir munu opna að hluta og eru að skipuleggja starfsemi fyrir sína notendur. Viðmið gera ráð fyrir að hámarki 20 manns í rými í hæfingu og félagsstarfi aldraðra. Eru einnig farin að huga að sumrinu.

Fræðslusvið

Óbreytt staða.

Umhverfissvið - skrifstofa og umhverfissmiðstöð

Óbreytt staða.

Fjármálaskrifstofa

Óbreytt staða.

Skrifstofa stjórnsýslu

Verið að skipuleggja starfsemina eftir 4. maí.

Súlan

Verið að undirbúa opnanir.

Reykjaneshöfn

Stefnt verður að því að starfsmenn mæti í næstu viku en gæti að fjarlægð, áfram stýring á aðgangi að hafnarskrifstofu.

3. Önnur mál

Á morgun, fimmtudag, munu birtast á heimasíðu Reykjanesbæjar, ásamt samfélagsmiðlum, upplýsingar um starfsemi stofnana í næstu viku.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:45.