31. fundur í neyðarstjórn Reykjanesbæjar – fjarfundur haldinn þann 4. maí 2020 kl. 15:15
Þátttakendur: Friðjón Einarsson formaður bæjarráðs, Halldóra G. Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Regína Fanný Guðmundsdóttir fjármálastjóri, Þórdís Ósk Helgadóttir forstöðumaður Súlunnar, Guðrún Magnúsdóttir lýðheilsufulltrúi og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.
1. Upplýsingafundur almannavarna:
Engin smit í gær. Fundum verður fækkað og verða hér eftir annan hvorn dag.
2. Yfirsýn yfir viðfangsefni
a. Atvinnuleysi / fjölgun starfa:
Kallað hefur verið eftir nýjum tölum um atvinnuleysi og greiningu á milli svæða. Hafa þarf í huga að þeir sem eru á hlutabótaleiðinni og verður sagt upp fara á uppsagnarfrest og koma því ekki inn á atvinnuleysisskrá fyrr en að honum loknum. Stór hópur er nú þegar á atvinnuleysisskrá og missir rétt til atvinnuleysisbóta á næstunni.
b. Fjárhagslegar afleiðingar:
Verið að vinna í sviðsmyndagreiningum fyrir Reykjanesbæ. Ekki er mikil breyting á umsóknum um fjárhagsaðstoð.
c. Velferð og lýðheilsa íbúa:
Íbúum sveitarfélagsins heldur áfram að fjölga þannig að ekkert bendir til þess að erlendir ríkisborgarar séu að flytja úr landi.
3. Önnur mál
Huga þarf að sóttvörnum í vinnuskólanum, t.d. hvað varðar tveggja metra regluna.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:56.