32. fundur í neyðarstjórn Reykjanesbæjar – fjarfundur 7. maí 2020 kl. 15:15
Þátttakendur: Halldóra G. Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Regína Fanný Guðmundsdóttir fjármálastjóri, Guðrún Magnúsdóttir lýðheilsufulltrúi, Sigurgestur Guðlaugsson verkefnastjóri viðskiptaþróunar og Hrefna Höskuldsdóttir ritari.
1. Atvinnumál
Sigurgestur Guðlaugsson verkefnastjóri viðskiptaþróunar fór yfir stöðu á atvinnuleysistölum um síðustu mánaðarmót.
Í lok apríl var skráð atvinnuleysi í Reykjanesbæ 28%, 16.1% af því eru þeir sem skráðir eru í hlutabótaleiðina.
Alls er atvinnuleysi á Suðurnesjum 25.2%, þar af 14,4% á hlutabótaleiðinni. Þessar tölur eru mjög kvikar og breytilegar vegna starfahlutaleiðar og uppsagna starfsmanna.
Sigurgestur fór einnig yfir vinnu starfshóps um atvinnumál.
2. Staða mála á vinnustöðum
Gengur vel á starfsstöðvum eftir tilslakanir á samkomubanni.
Félagslegar afleiðingar:
Efnahagsáhrif aukins atvinnuleysis vegna Covid-19 gætir ekki strax í aukinni fjárhagsaðstoð sem fjölgar aðeins lítillega milli mánaða. Velferðarsvið gerir ráð fyrir því að áhrifin komi fyrst fram í aukinni eftirspurn eftir ráðgjafaviðtölum um félagsleg réttindi og umsóknum frá atvinnuleitendum með stuttan uppsagnarfrest hjá atvinnurekanda, sem eiga engan eða skertan bótarétt hjá Vinnumálastofnun og langtímaatvinnulausum sem eru að klára bótarétt sinn án þess að komast á vinnumarkað. Til að byrja með koma áhrifin fram í tölum Vinnumálastofnunar um fjölda umsókna um atvinnuleysisbætur sbr. tölurnar hér að framan.
Aukning hefur verið á tilkynningum til barnaverndar í mars og apríl miðað við fyrstu mánuði ársins 2020 og aukið álag verið á bakvakt vegna barnaverndar og heimilisofbeldismála.
Áhrif á fjármál:
Útsvarsgreiðslur fara lækkandi en verður ekki að fullu ljóst fyrr en eftir 15. maí nk. Fjármálasvið er byrjað að teikna upp sviðsmyndir um hvað getur gerst í fjármálum. Umsóknir hafa komið um frestun fasteignagjalda lögaðila en þó færri en búist var við.
3. Önnur mál:
Samkvæmt áætlun Almannavarna er stefnt að rýmkun á samkomubanni í 100 manns 24. maí nk. Lýðheilsufulltrúi og vinnuverndar- og öryggisfulltrúi koma með tillögu um afléttingu á takmörkunum í Ráðhúsinu.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:54.