34. fundur í neyðarstjórn Reykjanesbæjar – fjarfundur haldinn þann 14. maí 2020 kl. 15:15
Þátttakendur: Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Halldóra G. Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Regína Fanný Guðmundsdóttir fjármálastjóri, Sigurgestur Guðlaugsson verkefnastjóri viðskiptaþróunar og Hrefna Höskuldsdóttir ritari.
1. Upplýsingafundur Almannavarna
Á upplýsingafundi í gær voru boðaðar frekari tilslakanir.
2.Atvinnuátak
Með því að smella hér má sjá frétt um ný tímabundin störf hjá Reykjanesbæ.
Í vinnuskólanum verða starfsstöðvum fjölgað (vinnukistum) í hverfum til að þurfa minna að notast við bíla og hóparnir mæta þangað.
Nemenda hópunum er dreift víðar um hverfið eftir skiptingu sem við höfum hjá okkur. Nemendur fá öryggisvestin með sér heim og nota sama vestið allt sumarið.
Nemendur fara heim kl 15:30 en flokkstjórar hafa þá tíma til kl 16:00 til þess að sótthreinsa verkfærin.
Í ljós á eftir að koma hver þörfin verður fyrir aðgengi að sótthreinsibrúsum, en áætlað er að hver flokkstjóri hafi brúsa meðferðis til að byrja með.
Þegar til frekari tilslakana kemur, væntanlega í júní, verður fyrirkomulagið endurskoðað en aðeins flokkstjórar byrja í maí. Garðyrkjuhópur byrjar 1. júní og nemendur vinnuskóla byrja 8. júní.
3. Velferðarmál
Undirbúningur varðandi næstu tilslakanir hafinn, að öðru leyti óbreytt ástand.
4. Fjármál
Bráðabirgðaákvæði við lög um tekjustofna sveitarfélaga var samþykkt á alþingi þann 30. mars s.l. þar sem sveitarfélögum var heimilað að fresta allt að þremur gjalddögum fasteignagjalda á atvinnuhúsnæði í C-flokki frá 1. apríl til 1. desember með eindaga í síðasta lagi 15. janúar 2021. Verði gjaldandi sem frestað hefur greiðslum til 15. janúar 2021 fyrir miklu tekjufalli á árinu 2020 getur hann óskað eftir auknum fresti og dreifingu greiðslna sem heimilað er þá að fresta gjalddögunum til 15. dags mánaðanna júní, júlí og ágúst 2021.
Bæjarráð samþykkti í dag 14. maí 2020 að útvíkka fyrri samþykktar aðgerðir frá 26. mars s.l. og laga þær að bráðabirgðaákvæðinu. Það felur í sér að auka gjalddaga sem heimilt er að fresta úr tveimur í þrjá og nýta heimild til frestunar til ársins 2021.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:28.