41. fundur í neyðarstjórn Reykjanesbæjar – fjarfundur 4. ágúst 2020 kl. 11:00
Þátttakendur: Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Friðjón Einarsson formaður bæjarráðs, Unnar Steinn Bjarndal bæjarlögmaður, Halldóra Guðrún Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, Regína Fanný Guðmundsdóttir fjármálastjóri, María Gunnarsdóttir forstöðumaður barnaverndar, Guðrún Magnúsdóttir lýðheilsufulltrúi, Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri, Þórdís Ósk Helgadóttir framkvæmdastjóri Súlunnar, Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs, Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir deildarstjóri þjónustu og þróunar, Kristinn Óskarsson mannauðsstjóri, Sigurgestur Guðlaugsson verkefnastjóri viðskiptaþróunar, Theodór Kjartansson vinnuverndar- og öryggisfulltrúi og Hrefna Höskuldsdóttir ritari.
1. COVID-19
Ástæða er til að huga að fjarvinnu, í mörgum tilfellum er erfitt að tryggja 2 metra bil. Stjórnendur ræða við sitt fólk og tryggja vinnuaðstöðu heima fyrir.
Fjarfundir verða teknir upp aftur.
Starfsmenn Tjarnargötu 12 hvattir til að fara sem minnst á milli hæða og svæða í húsinu.
Andlitsgrímur eru til í þjónustuveri, forstöðumenn stofnana Reykjanesbæjar geta nálgast grímur þar.
Fræðslusvið
Ákveðinn fjöldi af skápum tekinn út í sundmiðstöð. Talið inn þannig að ekki séu fleiri en 100 manns inni.
Velferðarsvið
Boðið verður upp á símaviðtöl ef því er við komið. Ef viðtal er í húsinu þar sem ekki er hægt að tryggja 2 metra bil verða starfsmenn með grímu og hanska.
Umhverfissvið
Boðið verður upp á meira af símaviðtölum. Ítreka þarf samfélagssáttmálann við alla starfsmenn og kjörna fulltrúa https://www.covid.is/samfelagssattmali
Súlan
Loka bakinngangi í bókasafn, hafa stóra sprittstöð við aðalinngang.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11.40