Fundargerð 44. fundur í neyðarstjórn Reykjanesbæjar – fjarfundur 17. september 2020 kl. 10:00
Þátttakendur: Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Friðjón Einarsson formaður bæjarráðs, Halldóra Guðrún Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra, Regína Fanný Guðmundsdóttir fjármálastjóri, Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Unnar Steinn Bjarndal bæjarlögmaður, María Gunnarsdóttir forstöðumaður barnaverndar, Guðrún Magnúsdóttir lýðheilsufulltrúi, Hilma H. Sigurðardóttir verkefnastjóri fjölmenningarmála, Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri, Þórdís Ósk Helgadóttir framkvæmdastjóri Súlunnar, Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir deildarstjóri þjónustu og þróunar, Kristinn Óskarsson mannauðsstjóri, Sigurgestur Guðlaugsson verkefnastjóri viðskiptaþróunar, Theodór Kjartansson vinnuverndar- og öryggisfulltrúi og Hrefna Höskuldsdóttir ritari.
1. Svæðaskipting og smitvarnir í ráðhúsinu
Nokkrir starfsmenn Velferðarsviðs fá tímabundna vinnuaðstöðu á Skólavegi 1. Verið er að klára frágang á húsnæðinu, ýmislegt sem þurfti að laga.
Nokkrir starfsmenn leikskólans Tjarnarsels fá vinnuaðstöðu á Skólavegi einnig, kemur til vegna breytinga á kjarasamningum um undirbúningstíma, ekki skrifstofuaðstaða á Tjarnarseli.
Áhersla lögð á að virða sóttvarnarsvæði á Tjarnargötunni. Gestir sem koma í húsið verði á einu sóttvarnarsvæði en ef fara þarf á milli svæða er grímu og hanska krafa, eins ef ekki er hægt að virða 1 metra reglu. Starfsmenn á Tjarnargötu þurfa að vera meðvitaðir um sóttvarnir í mötuneytinu.
Allir fundir nefnda verði fjarfundir a.m.k. út september mánuð.
Neyðarstjórn hvetur alla til að ná í Covid appið, sem hefur reynst mjög mikilvægt ef til smitrakningar kemur.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:36.