45. fundur í neyðarstjórn Reykjanesbæjar, fjarfundur haldinn þann 22. september 2020 kl. 11:00
Viðstaddir: Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Friðjón Einarsson formaður bæjarráðs, Jóhann Friðrik Friðriksson bæjarfulltrúi, Halldóra Guðrún Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra, Regína Fanný Guðmundsdóttir fjármálastjóri, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, Unnar Steinn Bjarndal bæjarlögmaður, María Gunnarsdóttir forstöðumaður barnaverndar, Guðrún Magnúsdóttir lýðheilsufulltrúi, Hilma H. Sigurðardóttir verkefnastjóri fjölmenningarmála, Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri, Þórdís Ósk Helgadóttir framkvæmdastjóri Súlunnar, Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir deildarstjóri þjónustu og þróunar, Kristinn Óskarsson mannauðsstjóri, Sigurgestur Guðlaugsson verkefnastjóri viðskiptaþróunar, Theodór Kjartansson vinnuverndar- og öryggisfulltrúi og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.
Svæðaskipting og smitvarnir í ráðhúsinu og Skólavegi 1
Húsnæðið að Skólavegi 1 er tilbúið og verið er að koma upp nýrri aðgangsstýringu. Tölvudeildin er að undirbúa ljósleiðaratengingu og uppsetningu tölvubúnaðar og ætti það að vera tilbúið í lok vikunnar. Enn á eftir að ganga frá samningi um ræstingu. Einn starfsmaður úr þjónustuveri, helmingur barnaverndarstarfsmanna auk forstöðumanns barnaverndar, uppeldisráðgjafi, lýðheilsufulltrúi og sérfræðingur í verkefninu Barnvænt samfélag verða staðsettir þar. Skólavegur mun fylgja gula/græna sóttvarnarsvæði ráðhússins, m.a. í matsal.
Opið er fyrir gesti á neðri hæð ráðhússins og ekki gert ráð fyrir að gestir fari inn á önnur svæði að nauðsynjalausu.
Áfram er mælst til þess að fundir verði á Teams ef því verður við komið, þ.m.t. fundir nefnda og ráða sveitarfélagsins. Lýðheilsufulltrúi mun setja tilmæli til starfsmanna á workplace varðandi fundi, svæðaskiptingu og fleira.
Vel er fylgt eftir sóttvarnarreglum og þrifum á öllum starfsstöðvum.
Mannauðsdeild undirbýr nú könnun meðal starfsmanna um áhrif COVID-19.
Mikilvægt er að starfsmenn og fulltrúar í nefndum og ráðum séu upplýstir um stöðu mála á hverjum tíma. Mælst er til þess að fundargerðir neyðarstjórnar fari fyrir allar nefndir og ráð, einnig til allra stjórnenda. Einnig verði upplýsingum miðlað á workplace.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11:30.