50. fundur í neyðarstjórn Reykjanesbæjar – fjarfundur haldinn þann 19. október 2020 kl. 15:30
Viðstaddir: Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Halldóra G. Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra, Regína Fanný Guðmundsdóttir fjármálastjóri, Unnar Steinn Bjarndal bæjarlögmaður, Guðrún Magnúsdóttir lýðheilsufulltrúi, Þórdís Ósk Helgadóttir framkvæmdastjóri Súlunnar, Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir deildarstjóri þjónustu og þróunar, María Gunnarsdóttir forstöðumaður barnaverndar, Hilma H. Sigurðardóttir verkefnastjóri fjölmenningarmála, Kristinn Óskarsson mannauðsstjóri, Theodór Kjartansson vinnuverndar- og öryggisfulltrúi, Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri, Sigurgestur Guðlaugsson verkefnastjóri atvinnu- og viðskiptaþróunar og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.
1. Nýjar reglur um sóttvarnarráðstafanir taka gildi 20. október 2020
Nýjar reglugerðir heilbrigðisráðherra um sóttvarnarráðstafanir taka gildi þriðjudaginn 20. október og gilda til 10. nóvember 2020. Annars vegar er ný reglugerð um takmarkanir á samkomum vegna farsóttar og hins vegar breyting á reglugerð um takmarkanir á skólahaldi vegna farsóttar.
Tveggja metra reglan tekur aftur gildi, einnig verður grímuskylda þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð.
Ráðhús Reykjanesbæjar
Mælst er til þess að allir gestir sem koma í ráðhúsið frá og með morgundeginum noti grímur og verða grímur í boði fyrir þá sem þess þurfa. Sett verður upp tilkynning þess efnis. Lögð er áhersla á að þjónusta sem flest erindi íbúa í gegnum síma (421-6700), tölvupóstinn reykjanesbaer@reykjanesbaer.is, netspjallið á reykjanesbaer.is og mittReykjanes.is.
Nesvellir matsalur
Matsalurinn á Nesvöllum hefur opnað að nýju og er nauðsynlegt að skrá sig í mat í síma 420 3400. Ráðstafanir hafa verið gerðar vegna tilkomu tveggja metra reglunnar og biðjum við alla um að vera með grímu þegar komið er inn í húsið.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15.43.