52. fundur

31.10.2020 11:00

52. fundur í neyðarstjórn Reykjanesbæjar – fjarfundur haldinn þann 31. október 2020 kl. 11:00

Viðstaddir: Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Halldóra G. Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra, Friðjón Einarsson formaður bæjarráðs, Regína Fanný Guðmundsdóttir fjármálastjóri, Unnar Steinn Bjarndal bæjarlögmaður, Guðrún Magnúsdóttir lýðheilsufulltrúi, Þórdís Ósk Helgadóttir framkvæmdastjóri Súlunnar, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir deildarstjóri þjónustu og þróunar, Hilma H. Sigurðardóttir verkefnastjóri fjölmenningarmála, Kristinn Óskarsson mannauðsstjóri, Theodór Kjartansson vinnuverndar- og öryggisfulltrúi. Fundargerð ritaði Halldóra G. Jónsdóttir.

1. Hertar aðgerðir

Hertar sóttvarnaraðgerðir taka gildi í dag.

  • · Úr 20 manns niður í 10
  • · Aukin áhersla á grímunotkun
  • · Krár og skemmtistaðir lokaðir
  • · Íþróttastarf fellur niður
  • · Skólar opnir með takmörkunum

2. Staðan á sviðum

Fræðslusvið:

Verið að skoða útfærslu á grunnskólum og mun sú vinna halda áfram um helgina. Óvíst hvort breytingar taka gildi strax á mánudaginn eða miðvikudaginn.
Þetta á líka við um tónlistarskólann en unnið er að útfærslu á kennslu þar.
Búast má við að breytingar verði á starfsemi frístundaskólans en upplýsingar koma síðar.
Íþróttahús og sundlaugar verða lokaðar fyrir almenning. En óvíst hvort það verða íþróttir og sund í skólastarfi.
Allt íþróttastarf mun liggja niðri. Íþróttafélögin hafa verið að senda tilkynningar til sinna iðkenda.

Velferðarsvið:

Björgin mun loka en allir notendur munu fá þjónustu í gegnum síma og fjarfundarbúnað.
Hæfingarstöðin er komin með 2 starfsstöðvar. Hún verður áfram á þessum tveimur stöðum. Munum geta haldið úti þjónustu fyrir þá sem eru í mestri þörfinni. Lögð áhersla á að rótera ekki starfsfólki.
Matsalurinn á Nesvöllum mun loka. Verið að skoða að útfæra heimsendingar. Félagsstarfinu verður lokað. Getum haldið dagdvölunum opnum og líka Selinu.
Er verið að skoða stuðningsþjónustuna og heimaþjónustuna. Tökum út þá sem eru í minnstri þörf. Reynum að takmarka smit
Getum haldið áfram á sama hátt í búsetuúrræðum fatlaðs fólks.

Súlan:

Öll menningarhús verða lokuð á meðan þessi ströngu skilyrði eru í gangi. Er verið að skoða rafræna viðburðadagskrá. Búið að senda út frétt um lokanir. Hvatt til fjarvinnu til allra sem geta. Afhending menningarverðlaunanna sem vera átti á fimmtudaginn mun verða með rafrænum hætti.
Skrifstofa stjórnsýslu/ T12:
Hvatt til fjarvinnu. Tjarnargötu 12 verður skipt upp í fimm 10 manna sóttvarnarhólf, unnið að skipulagi um helgina. Miðað er við að hafa þjónustuverið áfram opið. Panta þarf plexigler fyrir þjónustuver og bókasafn.

USK:

Skipta þarf umhverfismiðstöð í tvo hópa, með sitthvorn innganginn. Unnið að útfærslu varðandi kaffistofu, mötuneyti og salerni.
Grímuskylda er komin á í strætó fyrir alla 6 ára og eldri.

3. Önnur mál

Upplýsingagjöf:

Mikilvægt að senda allar breytingar á starfsemi og opnunartímum til vefstjóra og uppfæra forsíðufrétt á Reykjanesbaer.is


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12.10.