55. fundur

02.12.2020 11:00

55. fundur neyðarstjórnar Reykjanesbæjar – fjarfundur haldinn þann 2. desember 2020 kl. 11:00

Viðstaddir: Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Halldóra G. Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra, Regína Fanný Guðmundsdóttir fjármálastjóri, Unnar Steinn Bjarndal bæjarlögmaður, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Guðrún Magnúsdóttir lýðheilsufulltrúi, Þórdís Ósk Helgadóttir framkvæmdastjóri Súlunnar, Helgi Arnarsson sviðsstjóri fræðslusviðs, María Gunnarsdóttir forstöðumaður barnaverndar, Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir verkefnastjóri fjölmenningarmála, Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir deildarstjóri þjónustu og þróunar, Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri, Kristinn Óskarsson mannauðsstjóri, Theodór Kjartansson vinnuverndar- og öryggisfulltrúi, Haraldur Axel Einarsson grunnskólafulltrúi. Fundargerð ritaði Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir.

1. Staðan á sviðum

Fræðslusvið

Staðfest smit á Gimli eru nú orðin níu talsins, átta starfsmenn og eitt barn hafa smitast. Leikskólinn verður lokaður a.m.k. út vikuna.

Einn starfsmaður í Njarðvíkurskóla hefur greinst með Covid-19.

Umhverfissvið

Einn starfsmaður er í sóttkví en tveir hafa lokið sóttkví.

Súlan

Menningarhúsin opna 5. desember í samræmi við gildandi reglur almannavarna.

Einn starfsmaður er í sóttkví.

Velferðarsvið

Fjölgun Covid-smita og fjölgun í sóttkví þeim tengdum hefur haft áhrif á starfsmenn velferðarsviðs, en tekist hefur að halda uppi óskertri þjónustu enn sem komið er. Starfsemi á velferðarsviði heldur áfram með óbreyttu sniði þar sem reglur varðandi fjöldatakmarkanir og sóttvarnir eru óbreyttar skv. ákvörðun heilbrigðisráðherra til og með 9. desember.

2. Reglugerðir um takmarkanir á samkomum og skólastarfi

Reglugerðir frá 18. nóvember hafa verið framlengdar til 9. desember óbreyttar.

Starfsemi hjá Reykjanesbæ verður að mestu óbreytt á meðan reglugerðirnar gilda.

3. Aðventugarðurinn

Aðventugarðurinn verður opinn þrjá laugardaga 5., 12. og 19. desember og á Þorláksmessu.

• Í garðinum verða fimm sölukofar og munu tveir söluaðilar deila hverjum kofa í senn. Kofarnir verða opnir frá kl. 12-17.
• Sjö matarvagnar verða á svæðinu, þeir verða með jólamatseðla og verða opnir frá kl. 15-18.
• Settar verða upp ljósaskreytingar og verður kveikt á þeim alla daga.
• Viðburðir verða í gangi en þeir verða ekki sérstaklega auglýstir. 
• Lögð verður áhersla á að allir sem taka þátt í aðventugarðinum, jafnt söluaðilar, skemmtikraftar sem og gestir hugi vel að sóttvörnum, noti grímur og gæti ýtrustu varúðar.

4. Skólahald í óveðrum

Sett verður á fót teymi sem mun fjalla um hvort setja eigi miðlægar reglur um hvernig skólahaldi og annarri starfsemi sveitarfélagsins skuli háttað þegar óveður geisa.

5. Gildandi takmarkanir

Með því að smella hér má skoða gildandi takmarkanir vegna Covid-19


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11.35.