Fundargerð 57. fundur neyðarstjórnar Reykjanesbæjar – fjarfundur 16. desember 2020 kl. 11:00
Viðstaddir: Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Friðjón Einarsson formaður bæjarráðs, Halldóra G. Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra, Regína Fanný Guðmundsdóttir fjármálastjóri, Unnar Steinn Bjarndal bæjarlögmaður, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, Þórdís Ósk Helgadóttir framkvæmdastjóri Súlunnar, Guðrún Magnúsdóttir lýðheilsufulltrúi, Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir verkefnastjóri fjölmenningarmála, Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir deildarstjóri þjónustu og þróunar, Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri, Kristinn Óskarsson mannauðsstjóri, Theodór Kjartansson vinnuverndar- og öryggisfulltrúi, Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri, Sigurgestur Guðlaugsson verkefnastjóri atvinnu- og viðskiptaþróunar. Fundargerð ritaði Hrefna Höskuldsdóttir.
1. Staðan í starfseminni
Velferðarsvið:
Björgin verður lokuð á milli jóla og nýárs, opnað verður 5. janúar 2021.
Matsalur Nesvalla er opin með ákveðnum takmörkunum.
Fræðslusvið:
Reglugerð um takmarkanir á skólastarfi gildir til 31. des. Ekki er komin ný reglugerð um hvað tekur við en nýtt litakóðakerfi á að taka gildi á nýju ári. Leikskólinn Gimli hóf starfsemi að nýju í gær, þriðjudaginn 15. des. Börnin mæta annan hvern dag fram að jólum þar sem ekki er fullmannað. Smit komu upp í Akurskóla um helgina hjá einum kennara og tveimur börnum. Í kjölfarið þurftu 35 nemendur í 3. bekk og 5 starfsmenn að fara í sóttkví. Á sama tíma kom upp smit hjá einum kennara í Stapaskóla en enginn þar þurfti að fara í sóttkví í tengslum við það.
Búið er að opna Sundmiðstöðina. Um hátíðarnar verður aukinn opnunartími.
Umhverfissvið:
Allt óbreytt.
Súlan verkefnastofa:
Engin brenna verður á Þrettándanum en stefnt er að hafa flugeldasýningu. Fólk situr þá í bílum og horfir á.
2. Hólfaskipting á Tjarnargötu
Verið er að skoða hvort hægt sé að breyta fyrirkomulagi hólfaskiptingar á Tjarnargötu 12 þannig að fleira starfsfólk geti verið í húsinu.
Öryggisfulltrúi og lýðheilsufulltrúi skoða málið og koma með tillögur að breytingum.
3. Viðbrögð við óveðri, tillaga að viðbragðsáætlun
Lögð fram tillaga að viðbragðsáætlun.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11:30