6. fundur

15.03.2020 15:00

6. fundur í neyðarstjórn Reykjanesbæjar - fjarfundur haldinn þann 15. mars 2020 kl. 15:00.

Þátttakendur: Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Regína Fanný Guðmundsdóttir fjármálastjóri, Þórdís Ósk Helgadóttir forstöðumaður Súlunnar, Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri, Guðrún Magnúsdóttir lýðheilsufulltrúi, Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir forstöðumaður Þjónustu og þróunar, Kristinn Óskarsson mannauðsstjóri, Hilma H. Sigurðardóttir verkefnastjóri fjölmenningarmála, Theodór Kjartansson vinnuverndar- og öryggisfulltrúi og Halldóra G. Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra sem ritaði fundargerð.

Velferðarsvið

Velferðarsvið heldur áfram að skoða útfærslu á sínum starfseiningum og skipuleggja starfið þannig að hægt verði að þjónusta íbúa með sem bestum hætti á næstu dögum. Til að mynda er verið að setja upp plan yfir mönnun og afleysingar ef starfsmenn detta út. Lögð verður áhersla á að samskipti fari í gegnum síma og tölvupóst.

Tónlistarskólinn

Tónlistarskólinn starfar á morgun, mánudaginn 16. mars. Þar verður ekki starfsdagur og búið er að gera ráðstafanir varðandi starfsemi á meðan á samkomubanni stendur. Nánari upplýsingar eru á vef tónlistarskólans.

Með því að smella á þennan tengil opnast vefur Tónlistarskóla Reykjanesbæjar

Ráðhús

Áfram er unnið að útfærslu á starfsstöðvum starfsmanna til að uppfylla skilyrði samkomubannsins og lagt upp með að klára þá vinnu í samstarfi við starfsmenn sem allra fyrst. Kjartan Már bæjarstjóri mun senda póst á alla starfsmenn fyrir lok dags 15. mars.

Grunn- og leikskólar

Skólastjórnendur grunn- og leikskóla munu funda í upphafi dags á mánudaginn 16. mars og ræða svo við sitt starfsfólk í kjölfarið og vinna að útfærslu á skólahaldi næstu vikur.

Málefni eldri borgara

Frekari takmarkanir á fjölþættri heilsueflingu 65+/Janusarverkefni. Verkefnið fer í frí á meðan á samgöngubanni stendur og greiðsla þátttakenda fellur niður á þeim tíma.
Við höfum takmarkaðan aðgang að upplýsingum um fólk sem býr eitt og þarf e.t.v. á aðstoð að halda. Velferðarsvið ætlar að heyra í félagi eldri borgara og heimahjúkrun HSS.

Miðlun upplýsinga

Áfram verður unnið með að uppfæra fréttir á vef Reykjanesbæjar um leið og breytingar verða á starfseminni.

Með því að smella á þennan tengil opnast vefur Reykjanesbæjar


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15.40.