60. fundur neyðarstjórnar Reykjanesbæjar – fjarfundur 4. janúar 2021 kl. 15:00
Viðstaddir: Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Halldóra G. Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra, Regína Fanný Guðmundsdóttir fjármálastjóri, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Unnar Steinn Bjarndal bæjarlögmaður, Þórdís Ósk Helgadóttir framkvæmdastjóri Súlunnar, Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri, Guðrún Magnúsdóttir lýðheilsufulltrúi, Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir verkefnastjóri fjölmenningarmála, Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir deildarstjóri þjónustu og þróunar, Kristinn Óskarsson mannauðsstjóri, Theodór Kjartansson vinnuverndar- og öryggisfulltrúi, Friðjón Einarsson formaður bæjarráðs, Jóhann F. Friðriksson bæjarfulltrúi. Fundargerð ritaði Hrefna Höskuldsdóttir.
1. Staðan á Suðurnesjum
3. janúar 2021 voru í Reykjanesbæ 12 staðfest smit og 17 í sóttkví.
Á Suðurnesjum eru 16 staðfest smit og 19 í sóttkví. Þó ber að hafa í huga að undanfarna daga hefur lítið verið skimað.
2. Staðan á sviðum og stofnunum Reykjanesbæjar
Engar breytingar frá síðasta fundi.
3. Hólfaskipting í Ráðhúsi Reykjanesbæjar
Lögð fram ný tillaga að hólfaskiptingu í Ráðhúsinu. Tillagan samþykkt.
Ný skipting tekur gildi á morgun, þriðjudag 5. janúar 2021.
4. Sóttkví eftir ferðalög erlendis
Foreldrum grunnskólabarna verður send orðsending þar sem minnt er á reglur um sóttkví eftir ferðalög erlendis.
5. Skólastarf hófst í morgun skv. nýrri reglugerð
Skipulagsdagur var í tveim grunnskólum í morgun. Undirbúningur hefur verið mjög góður. Nemendur í grunnskóla eru nú fullan skóladag í skólanum.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:30.