61. fundur

12.01.2021 15:00

61. fundur neyðarstjórnar Reykjanesbæjar – fjarfundur haldinn þann 12. janúar 2021 kl. 15:00

Viðstaddir: Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Halldóra G. Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra, Regína Fanný Guðmundsdóttir fjármálastjóri, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Unnar Steinn Bjarndal bæjarlögmaður, Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs, Þórdís Ósk Helgadóttir framkvæmdastjóri Súlunnar, Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri, María Gunnarsdóttir forstöðumaður barnaverndar, Guðrún Magnúsdóttir lýðheilsufulltrúi, Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir verkefnastjóri fjölmenningarmála, Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir deildarstjóri þjónustu og þróunar, Kristinn Óskarsson mannauðsstjóri, Sigurgestur Guðlaugsson verkefnastjóri atvinnu- og viðskiptaþróunar, Theodór Kjartansson vinnuverndar- og öryggisfulltrúi, Friðjón Einarsson formaður bæjarráðs. Fundargerð ritaði Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir.

1. Ný reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar

Ný reglugerð tekur gildi 13. janúar 2020. Fjöldatakmarkanir verða 20 manns, íþróttastarf barna og fullorðinna verður heimilað að uppfylltum skilyrðum og fjöldamörk í sviðslistum verða aukin.

Með því að smella hér má skoða frétt á vef Stjórnarráðsins um nýja reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar

2. Hólfaskipting í ráðhúsi Reykjanesbæjar

Hólfaskipting í ráðhúsi verður óbreytt að öðru leyti en því að rauða svæðið sameinast gula svæðinu en hægt verður að fjölga í hólfum. Þar sem skrifstofur eru of litlar til að tveir starfsmenn geti haft tvo metra á milli sín munu starfsmenn skiptast á að vinna í ráðhúsinu og munu stjórnendur á hverju sviði skipuleggja það. Starfsmenn á gula svæðinu munu geta notað mötuneytið en að öðru leyti verður sama fyrirkomulag varðandi máltíðir starfsmanna. Áfram þarf að gæta að ítrustu sóttvarnarreglum.

3. Staðan á sviðum og stofnunum Reykjanesbæjar

Súlan

Í skoðun er hvort hægt verður að halda 100 manna tónleika í Hljómahöll.

Velferðarsvið

Rýmkun á fjöldatakmörkunum hefur áhrif á starfsemi velferðarsviðs.

Björgin geðræktarmiðstöð mun opna að nýju og skipuleggja starfsemi með hliðsjón af hópastarfi í endurhæfingu og athvarfi en jafnframt bjóða upp á einstaklingsviðtöl og áfram sinna notendum sem kjósa að mæta ekki í Björgina með símaviðtölum.

Hæfingarstöðin mun geta boðið fleirum lengri viðveru en verið hefur og tekið á móti fleiri notendum samtímis. Útfærsla þjónustunnar er unnin í samstarfi við notendur og starfsstöðvar Hæfingarstöðvarinnar verða áfram tvær.

Stuðningsþjónusta, þ.e. félagsleg heimaþjónusta, frekari liðveisla og annar stuðningur veittur frá Nesvöllum helst óbreyttur og er þjónusta óskert.

Dagdvalirnar í Selinu og á Nesvöllum verða starfræktar með sama fyrirkomulagi og er í gildi í dag. Notendur í Selinu eru með óskerta þjónustu en þjónusta dagdvalar á Nesvöllum er tvískipt.

Matsalurinn á Nesvöllum opnaði þann 14. desember 2020 (heitur matur í hádeginu) og verður áfram opinn en nú með hámarksfjölda í matsal samtímis 20 manns. Reglur um 2ja metra fjarlægðarmörk og sóttvarnir í hávegum hafðar.

Listasmiðjan mun opna starfsemi sína að nýju og miðar við að hámarki 10 manns samtímis. Félagsstarfið í matsal Nesvalla fer ekki af stað að svo stöddu.

Skrifstofur velferðarsviðs að Tjarnargötu 12 og Nesvöllum leggja áfram áherslu á að þjónusta sem flest erindi íbúa í gegnum síma og/eða tölvu og eru íbúar hvattir til að nýta sér þjónustugáttina mittreykjanes.is, tölvupósta og síma.

Hægt er að hafa samband við þjónustuverið á Tjarnargötu 12 í síma 421 6700 og þjónustuverið á Nesvöllum í síma 420 3400

Fræðslusvið

Breyting verður á íþróttastarfi þar sem fleiri geta verið saman á æfingum og keppni má hefjast að nýju. Hópatímar verða leyfðir í líkamsræktarstöðvum en tækjasalir áfram lokaðir. Engin breyting verður á starfsemi sundlauga.

4. Staðan á Suðurnesjum

11. janúar 2021 voru 16 staðfest smit og 36 í sóttkví á Suðurnesjum.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:44.