66. fundur

12.03.2021 14:00

66. fundur neyðarstjórnar Reykjanesbæjar – fjarfundur 12. mars 2021 kl. 14:00

Viðstaddir: Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Regína Fanný Guðmundsdóttir fjármálastjóri, Unnar Steinn Bjarndal bæjarlögmaður, Guðlaugur Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, Þórdís Ósk Helgadóttir forstöðumaður Súlunnar, Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir deildarstjóri þjónustu og þróunar, María Gunnarsdóttir forstöðumaður barnaverndar, Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir verkefnastjóri fjölmenningarmála, Kristinn Óskarsson mannauðsstjóri, Theodór Kjartansson vinnuverndar- og öryggisfulltrúi, Gunnar Víðir Þrastarson verkefnastjóri markaðsmála, Haraldur Axel Einarsson grunnskólafulltrúi, Ingibjörg B. Hilmarsdóttir leikskólafulltrúi, Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri, Guðrún Magnúsdóttir lýðheilsufulltrúi, Sigurgestur Guðlaugsson verkefnastjóri atvinnu- og viðskiptaþróunar. Fundargerð ritaði Hrefna Höskuldsdóttir.

1. Staðan í Covid 19

Tvö staðfest "landamærasmit" á svæðinu og 3 í sóttkví vegna þess. Í næstu viku ráðgerir HSS að bólusetja 400 einstaklinga með bóluefni frá Pfizer.
Ekkert smit sem tengist stofnunum Reykjanesbæjar í dag sem vitað er um.
Búið er að bólusetja íbúa í búsetukjörnum fatlaðra og notendur þjónustu Hæfingarstöðvar og dagdvala aldraðra ásamt starfsmönnum þessara stofnana.

2. Jarðhræringar á Suðurnesjum

Staðan í gerð rýmingaráætlana stofnana.
Um helgina klárast áætlanagerð vegna rýmingar fyrir Reykjanesbæ. Ítrekað að það er samt ekkert sem bendir til þess að þurfi að rýma en viljum hafa þetta tilbúið.
Guðlaugur heldur utan um allar áætlanir og kemur til ríkislögreglustjóra.

Fræðslusvið:
Allar áætlanir tilbúnar hjá grunnskólum og leikskólum. Eru í yfirlestri, eru birtar eða verða birtar á heimasíðum skólanna. Einnig sett á samfélagsmiðlasíður skólanna.

Velferðarsvið:
Rýmingaráætlanir komnar frá öllum starfsstöðvum velferðarsviðs nema einni, kemur í dag.

Súlan:
Rýmingaráætlanir tilbúnar fyrir allar menningarstofnanir.

3. Aðgerðastjórn almannavarna

Kvikugangur verið að færast til síðustu daga, er kominn sunnanmegin, virðist vera stopp þar. Á sögulegum tímum hefur ekki verið gos í sjó á svæðinu.

Með því að smella hér má skoða frétt á vef Reykjanesbæjar um mikilvægar upplýsingasíður varðandi jarðhræringar

Með því að smella hér má skoða frétt á vef Reykjanesbæjar með upplýsingum um eldgos

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14:46.