71. fundur neyðarstjórnar Reykjanesbæjar – fjarfundur haldinn þann 9. ágúst 2021 kl. 14:30
Mættir: Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, Unnar Steinn Bjarndal bæjarlögmaður, Friðjón Einarsson formaður bæjarráðs, Halldóra G. Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra og Gunnar Víðir Þrastarson verkefnastjóri markaðsmála.
1. Breyting á skipan neyðarstjórnar
Bæjarstjóri rifjaði upp tillögu sem samþykkt var í bæjarráði 24. júní sl. um breytingu á neyðarstjórn. Eftirfarandi aðilar skipa nú neyðarstjórn:
Bæjarstjóri, formaður
Formaður bæjarráðs, varaformaður
Sviðsstjóri umhverfissviðs
Sviðsstjóri fræðslusviðs
Öryggis- og vinnuverndarfulltrúi
Verkefnastjóri markaðsmála
Þannig skipuð mun neyðarstjórn koma saman og eiga samskipti við Almannavarnir Suðurnesja utan Grindavíkur, viðbragðsaðila og aðra eftir þörfum en kalla til fleiri stjórnendur og starfsmenn Reykjanesbæjar ef og þegar ástæða þykir til. Ekki hefur verið ráðið í stöðu öryggis- og vinnuverndarfulltrúa en hann mun taka sæti í neyðarstjórn þegar því er lokið.
2. Staða smita og aðgerðir
Fjöldi smitaðra (í einangrun) á Suðurnesjum 9. ágúst var 54 og 174 í sóttkví.
Rætt var um hvort þörf væri á að grípa til annarra aðgerða en að setja á grímuskyldu í þjónustuveri og söfnum. Ákvörðun tekin um að fara ekki lengra en tilmæli Almannavarna segja til um. Senda aðeins hvatningu um:
• persónulegar sóttvarnir
• halda rafræna fundi eins og kostur er
• skipta upp viðkvæmum deildum sem ekki þola að detta allar út í einu
Bæjarstjóri mun senda póst á alla starfsmenn með þessari hvatningu og að tekið verði mið af breytingum á sóttvarnarreglum þegar og ef þær verða í lok vikunnar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:00.
Halldóra G. Jónsdóttir ritaði fundargerð þessa.