76. fundur neyðarstjórnar Reykjanesbæjar – fjarfundur haldinn þann 11. janúar 2022 kl. 13:00
Viðstaddir: Friðjón Einarsson formaður bæjarráðs, Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Halldóra Guðrún Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs og Gunnar Víðir Þrastarson verkefnastjóri markaðsmála. Fundargerð ritaði Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir.
1. Gildandi takmarkanir vegna COVID-19
Ríkisstjórn Íslands ákvað á fundi sínum í morgun að framlengja gildandi reglugerð um takmarkanir á samkomum vegna farsóttar um þrjár vikur frá og með morgundeginum, 12. janúar. Ný skólareglugerð tekur gildi á sama tíma.
Með því að smella hér má skoða upplýsingar um gildandi takmarkanir á covid.is
2. Nýjar reglur um sóttkví
Breyting á reglugerð um sóttkví tók gildi 7. janúar sl. Með breytingunum er dregið úr takmörkunum á einstaklinga sem þurfa að sæta sóttkví ef þeir eru þríbólusettir gegn COVID-19. Sama gildir um einstaklinga sem hafa jafnað sig af staðfestu COVID-smiti og eru jafnframt tvíbólusettir, að því gefnu að þeir hafi fengið síðari sprautuna meira en 14 dögum áður en þeir voru útsettir fyrir smiti.
Með því að smella hér má skoða upplýsingar um breyttar reglur um sóttkví á vef stjórnarráðsins
3. Staðan vegna COVID-19 hjá Reykjanesbæ
Fræðslusvið
Nýjar reglur um sóttkví og áhrif þeirra á starfsemi skóla er mikið til umræðu innan skólasamfélagsins.
Bólusetning grunnskólabarna fór fram í Tónlistarskólanum og Hljómahöll í gær og gekk mjög vel og á HSS mikið hrós skilið sem og aðrir samstarfsaðilar sem komu að framkvæmdinni. Bólusetning leikskólabarna fer fram í dag. Önnur umferð bólusetningar barna er áætluð föstudaginn 4. febrúar.
Með því að smella hér má skoða upplýsingar um bólusetningu barna á vef HSS
Almennt er staðan nokkuð góð í leik- og grunnskólum sveitarfélagsins. Leikskólanum Vesturbergi var lokað á föstudaginn þar sem níu starfsmenn voru smitaðir og fleiri í sóttkví en þrjár af fjórum deildum skólans voru opnaðar á ný í dag. Ekki hefur þurft að loka annars staðar þó nokkuð hafi verið um smit.
Velferðarsvið
Staðan er einna verst í einu búsetuúrræðinu þar sem notandi veiktist af COVID-19 og í framhaldinu tæplega 80% starfsmanna. Leitað hefur verið til bakvarðasveitar eftir stuðningi við það starfsfólk sem hefur verið vinnufært og með samstilltu átaki og aðkomu aðstandenda hægt að halda uppi grunnþjónustu/lágmarksþjónustu. Smit kom upp í dagdvöl en ekki þurfti að loka. Aðeins matsalur Nesvalla hefur verið lokaður en áhrifa covid hefur sannarlega gætt í annarri þjónustu og þá verið forgangsraðað miðað við þjónustuþarfir, fjarvinna aukin þar sem því hefur verið við komið til að tryggja órofa starfsemi og starfsstöðvum skipt upp eins og á Hæfingarstöðinni.
Með því að smella hér má skoða upplýsingar um bakvarðasveitir á vef stjórnarráðsins
Umhverfissvið
Staðan er góð á sviðinu. Varúðar er gætt, sérstaklega varðandi starfsmenn sem þurfa að vera tiltækir í snjómokstur.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13:20.