78. fundur neyðarstjórnar Reykjanesbæjar – fjarfundur haldinn þann 6. febrúar 2022 kl. 13:00
Viðstaddir: Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, Haraldur Axel Einarsson grunnskólafulltrúi. Fundargerð ritaði Kjartan Már Kjartansson.
1. Rauð veðurviðvörun mánudaginn 7. febrúar
a. Í ljósi slæmrar veðurspár í fyrramálið samþykkir neyðarstjórn að fresta beri upphafi skólastarfs í leik- og grunnskólum á morgun, mánudaginn 7. febrúar, til kl. 10:00. Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs mun senda eftirfarandi tilkynningu til skólastjórnenda og fjölmiðla:
Tilkynning um röskun á skólahaldi mánudaginn 7. febrúar 2022
Í ljósi þess að gefin hefur verið út rauð viðvörun fyrir okkar landssvæði í nótt og snemma í fyrramálið verður upphafi skólastarfs í leik- og grunnskólum Reykjanesbæjar seinkað til kl. 10:00. Foreldrar og forráðamenn eru beðnir um að fylgjast vel með tilkynningum frá skólunum ef frekari röskun verður á skólastarfi.
Með því að smella hér má skoða upplýsingar um veðurviðvaranir á vef Veðurstofu Íslands
b. Að beiðni Heru Óskar Einarsdóttur sviðsstjóra velferðarsviðs, hefur Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri farið þess á leit við Björgunarsveitina Suðurnes að hún aki starfsfólki búsetukjarnanna til og frá vinnu á vaktaskiptum í fyrramálið, mánudaginn 7. febrúar. Formlegt erindi með nöfnum og heimilisföngum starfsmanna ásamt tímasetningum verður sent aðgerðarstjórn Almannavarna í dag.
Einnig er verið að skoða möguleg áhrif veðurs og færðar á aðra starfsemi á velferðarsviði m.a. Hæfingarstöð, Björgina, Nesvelli, dagdvalir, heima- og stuðningsþjónustu og heimsendingu matar. Þurfum væntanlega að skoða það m.t.t. færðar og því spurning hvernig þeim málum verður háttað í fyrramálið. Er þá sérstaklega verið að skoða möguleika ferðaþjónustunnar til að flytja notendur til sinna þjónustustofnana, þ.e. í dagdvölina og Hæfingarstöðina, fyrir notendur að komast í hádegismat á Nesvöllum og starfsmenn að komast til sinna þjónustunotenda í heima- og stuðningsþjónustu o.s.frv.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13:15.