8. fundur

17.03.2020 00:00

8. fundur í neyðarstjórn Reykjanesbæjar - fjarfundur 17. mars 2020 kl. 15:00.

Þátttakendur: Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Jóhann Friðrik Friðriksson forseti bæjarstjórnar, Unnar Steinn Bjarndal bæjarlögmaður, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Guðlaugur Helgi Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs, Regína F. Guðmundsdóttir fjármálastjóri, Þórdís Ósk Helgadóttir forstöðumaður Súlunnar, Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri, Halldóra G. Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra, Guðrún Magnúsdóttir lýðheilsufulltrúi, Kristinn Óskarsson mannauðsstjóri, Hilma H. Sigurðardóttir verkefnastjóri fjölmenningarmála, Theodór Kjartansson vinnuverndar- og öryggisfulltrúi, Jóna Hrefna Bergsveinsdóttir deildarstjóri þjónustu og þróun, Friðjón Einarsson formaður bæjarráðs og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir, ritari.

Umhverfissvið

Móttaka gagna fyrir umhverfissvið hefur verið leyst með því að gögn eru móttekin og afhent í boxi í anddyri.
Í skoðun eru ýmsar aðgerðir til að halda úti starfssemi umhverfissviðs þrátt fyrir að einhverjir veikist eða þurfi að fara í sóttkví, til að mynda með því að skipta upp starfsstöðum. Þá hefur einnig verið sett upp tengiliðaskrá á fyrirliggjandi verkefni.
Rætt var um almenningssamgöngur og hvort þörf væri á einhverjum breytingum þar.

Ráðhús Tjarnargötu 12 - Stjórnsýsla

Í þjónustuveri munu tveir starfsmenn vinna heima og einn í þjónustuveri, skiptast á viku og viku.
Til að létta álagi á tölvudeild hefur Áslaug Þ. Guðjónsdóttir Luther, teymisstjóri í þjónustuveri, tekið að sér að sjá um notendaþjónustu og Jóna Hrefna Bergsteinsdóttir, deildarstjóri þjónustu og þróunar, sér um heimatengingar.
Óskað er eftir því að stjórnendur reyni að forgangsraða beiðnum til tölvudeildar og nota netfangið hjalp@reykjanesbaer.is.
Lagt til að búinn verði til nýr hópur á Workplace vegna tæknimála þar sem settar verði inn leiðbeiningar og starfsmenn geti sett inn fyrirspurnir.
Mikið hefur verið hringt í þjónustuver og spurt um gjaldtöku vegna frístunda- og leikskólavistunar og mataráskriftar í skólum.

Velferðarsvið

Skoða þarf hvort hægt að er hafa umsóknir á Mínu Reykjanesi á pólsku og ensku. Það tekur mjög mikinn tíma hjá ráðgjöfum að aðstoða skjólstæðinga við að fylla út umsóknir. Deildarstjóri þjónustu og þróunar ætlar að skoða málið.

Fræðslusvið

Óskert þjónusta er í sérhæfðum námsúrræðum. Í sértækum frístundaúrræðum er að mestu óskert þjónusta.
Félagsmiðstöðin Fjörheimar er lokuð.
Í vinnslu er að breyta námskeiðum á vegum skólaþjónustu í fjarnámskeið.
Æfingar hjá íþróttafélögum liggja niðri til 23. mars.
Forgangslisti fyrir grunnskóla, leikskóla og dagforeldra vegna starfsfólks í framlínustörfum er í stöðugri endurskoðun og má búast við fleiri breytingum til að byrja með.

Bæjarráð

Í bæjarráði fimmtudaginn 19. mars verður til umræðu hvernig skuli fara með laun starfsmanna Reykjanesbæjar sem þurfa að vera heima vegna skertrar starfsemi hjá dagforeldrum, leikskólum og grunnskólum.

Einnig verður til umræðu fyrirkomulag lækkunar/endurgreiðslu á gjöldum vegna skertrar þjónustu s.s. hjá dagforeldrum, leikskólum, fæðisgjald, frístund, skólamáltíðir o.fl.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15.45.