81. fundur neyðarstjórnar Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 3. janúar 2023 kl. 11:00
Viðstaddir: Kjartan Már Kjartansson formaður, Helgi Arnarson sviðsstjóri menntasviðs, Guðlaugur Helgi Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs. Fundargerð ritaði Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir.
1. Aðstæður vegna óveðurs í desember 2022
Bjarni Þór Karlsson forstöðumaður umhverfismiðstöðvar og Jón Agnar Torfason verkstjóri í umhverfismiðstöð mættu á fundinn.
Farið yfir aðstæður sem sköpuðust vegna ófærðar í sveitarfélaginu í desember, rætt um fyrirkomulag og hvort breyta þurfi forgangsröðun. Skoða þarf hvort hægt er að bæta við verktökum og/eða tækjum, t.d. hvort kaupa ætti tæki sem gætu einnig nýst í annað en snjómokstur. Einnig var rætt um að skoða hvort hægt er að safna betri upplýsingum um verktaka og aðra sem hafa yfir að ráða tækjum sem hægt væri að leita til þegar á þarf að halda. Svipaðar aðstæður og sköpuðust nú voru síðast 2008 en þá stóð þetta ekki í eins langan tíma. Sveitarfélagið hefur stækkað mikið síðan þá þannig að umfangið nú var töluvert meira án þess að fjármagn í þennan málaflokk hafi hækkað.
Rætt um tölvukerfi sem umhverfismiðstöðin er með og hvort hægt er að kortleggja moksturinn betur, annars vegar með rauntíma kortlagningu og hins vegar myndrænni framsetningu á vetrarþjónustu á vef Reykjanesbæjar.
Rætt var um verklag og boðleiðir varðandi skólahald þegar færðin spillist mikið. Í þessu tilfelli var aðeins gul viðvörun frá Veðurstofu og alla jafna er skólahald ekki fellt niður þegar svo er. Færðin var hins vegar mjög slæm og gekk strætó ekki á þessum tíma. Það er mikilvægt að taka ákvarðanir tímanlega varðandi lokanir skóla og annarra stofnana til að koma í veg fyrir óþarfa umferð.
Bæjarstjóri óskaði eftir tillögum að úrbótum ásamt kostnaðaráætlun frá umhverfissviði.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11:45.