83. fundur neyðarstjórnar Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 10. nóvember 2023, kl. 09:00
Viðstaddir: Kjartan Már Kjartansson formaður, Halldóra Guðrún Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs og Einar Snorrason öryggis- og vinnuverndarfulltrúi sem sat fundinn í gegnum fjarfundarbúnað. Fundargerð ritaði Íris Eysteinsdóttir.
Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs, Helgi Arnarson sviðsstjóri menntasviðs, Friðjón Einarsson formaður bæjarráðs og Aron Þór Guðmundsson vefstjóri boðuðu forföll.
1. Rafmagnsofnar í stofnunum
Til að halda stofnunum frostfríum ef til þess kæmi að heita vatnið færi út er gert ráð fyrir 10-15 rafmagnsofnum inní stærstu stofnanirnar sem taka samtals 15-20 KW en þá verður engin önnur rafmagnsnotkun í húsnæðinu á meðan.
Einari Snorrasyni öryggis- og vinnuverndarfulltrúa var falið að finna út hvað þarf marga rafmagnsofna til að halda stofnunum frostfríum og í samvinnu með innkaupastjóra finna réttan búnað og fá verð.
Kjartan Már Kjartansson formaður neyðarstjórnar mun tala við HS Veitur og ganga úr skugga um að kerfið þoli slíkt álag.
2. Samráðshópur áfallahjálpar
Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs greindi frá fundi á vegum Rauða Krossins sem fram fór fimmtudaginn 9. nóvember sl. vegna viðbragða við jarðhræringum á Austurlandi og hvað má læra af þeim.
3. Erindisbréf neyðarstjórnar
Erindisbréf neyðarstjórnar yfirfarið.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10.30