84. fundur neyðarstjórnar Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 14. nóvember 2023, kl. 15:00
Viðstaddir: Kjartan Már Kjartansson formaður, Halldóra Guðrún Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra, Helgi Arnarson sviðsstjóri menntasviðs, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Kristinn Óskarsson mannauðsstjóri, Einar Snorrason öryggis- og vinnuverndarfulltrúi, Aron Þór Guðmundsson vefstjóri, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir varaformaður bæjarráðs, Þórdís Ósk Helgadóttir sviðsstjóri menningar- og þjónustusviðs og Jón Haukur Baldvinsson markaðsstjóri. Fundargerð ritaði Íris Eysteinsdóttir.
Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs og Friðjón Einarsson formaður bæjarráðs boðuðu forföll.
1. Staðan á jarðhræringum á Reykjanesi
Neyðarstig Almannavarna er enn í gildi fyrir allt Reykjanesið. Mesta hættusvæðið er enn í kringum Grindavík. Fari að gjósa í sjó eða nálægt orkuverinu í Svartsengi getur gos haft mikil áhrif á okkar svæði. Ef gos kemur upp í sjó gæti borist gjóska yfir Reykjanesskaga í ákveðinni vindátt sem gæti haft mikil áhrif á Reykjanesbæ og önnur sveitarfélög á Suðurnesjum. Gjóska gæti einnig hafa áhrif á afhendingu rafmagns frá Orkuverinu í Svartsengi og á farsímanetið á svæðinu.
Stuðningur við Grindvíkinga
Reykjanesbær hefur stutt við Grindvíkinga á ýmsan hátt á sl. dögum. Fjöldahjálparstöð var sett upp í íþróttahúsinu við Sunnubraut og hafa dvalið þar allt að 54 einstaklingar. Einhverjir dvelja þar enn. Unnið er að því að kortleggja laust húsnæði í sveitarfélaginu og hversu mörg börn þurfa skóla- og leikskólapláss.
Á annan tug starfsmanna Reykjanesbæjar búa í Grindavík en eru nú staðsettir víðsvegar á Suðvesturhorninu eins og staðan er í dag. Búið er að hafa samband við þá og reyna að mæta þeim í þessum fordæmalausu aðstæðum.
Upplýsingar um aðgerðir og stuðning við Grindavík og íbúa þar hafa verið birtar á vef Reykjanesbæjar.
2. Erindisbréf neyðarstjórnar
Erindisbréf neyðarstjórnar yfirfarið. Uppfært erindisbréf fer fyrir bæjarráð fimmtudaginn 16. nóvember.
3. Viðbragðsáætlanir Reykjanesbæjar
Viðbragðsáætlun Reykjanesbæjar vegna jarðskjálfta og eldgosa 2023 lögð fram.
Verið er að uppfæra áætlunina og verður hún send fulltrúum neyðarstjórnar og sviðsstjórum sem yfirfara hana og geta sent inn athugasemdir. Þegar viðbragðsáætlunin hefur verið samþykkt verður hún birt á vef Reykjanesbæjar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.00.