87. fundur neyðarstjórnar Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 og í fjarfundabúnaði þann 11. febrúar 2024 kl. 15:15
Viðstödd: Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Halldóra G. Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður bæjarráðs, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Kristinn Óskarsson mannauðsstjóri, Einar Snorrason öryggisfulltrúi, Hilma H. Sigurðardóttir verkefnastjóri fjölmenningarmála, Halldór K. Hermannsson sviðsstjóri atvinnu- og hafnarsviðs, Þórdís Ó. Helgadóttir sviðsstjóri menningar- og þjónustusviðs, Regína Fanný Guðmundsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs, Hafþór Barði Birgisson íþrótta- og tómstundafulltrúi. Fundargerð ritaði Regína Fanný Guðmundsdóttir.
1. Staðan frá fundi AST 14:30 þann 11.02.2024
• Kominn hitagjafi í um 50% húsnæðis á svæðinu. Ætti að vera komið í allt húsnæði milli kl. 17 og 18 í kvöld.
• Stofnanir þola álagið en huga þarf að nokkrum stofnunum, t.d. Njarðvíkurskóla og einhverjum stofnunum í Suðurnesjabæ.
• HS Veitur óska eftir því að farið verði í talningu á fjölda blásara í stofnunum og taka mynd af stöðunni á mælum.
• Bannað er að elda í stofnunum á meðan þetta ástand varir.
• Búið að senda lista yfir heimilisföng dagforeldra til HS Veitna.
• Huga þarf að varaaflstöðvum. Bent á verktaka og svo er Svarta perlan (fyrirtæki) með varaaflstöðvar.
• Tilmæli um að fylgjast vel með masterblásurum, muna eftir að það sé næg olía til staðar. Ekki hafa kveikt á þeim þegar börn eru í nánd heldur þegar þau eru úti eða í kennslustofum.
• Stýra inn- og útkomu í stofnanir. Nota helst eina hurð ef hægt er.
• Mat verður ekið til þeirra sem eru með slíka þjónustu næstu daga.
• Hægt að hita upp Hljómahöllina (stóra rýmið) og opna inn í stofur en tryggja þarf að einhver sé á staðnum.
2. Skólaþjónusta í vikunni
• Senda út fréttatilkynningu strax eftir fundinn um að gert sé ráð fyrir að skólastarf verði í öllum leik- og grunnskólum þó svo ennþá sé óvissa í húsnæðismálum og taka fram að vel gangi að koma á og halda hita í skólabyggingum.
• Bíða eftir stöðunni klukkan 19:00 varðandi hvernig tekst til með Njarðvíkurskóla/Öspina.
• Tekin ákvörðun um tónlistarskólann síðar í dag.
• Skoða á morgun með Skjólið og Fjörheima og starfsemi í 88 húsinu ef hægt er að útvega blásara.
3. Ráðhús, bókasafn og önnur söfn
• Hefðbundin starfsemi í ráðhúsi og bókasafni, búið að prófa blásara.
• Rokksafn: Tilkynna að það sé opið þar til annað kemur í ljós, samnýta inngang ef hægt er.
• Duushús: Tilkynna að það sé opið þar til annað kemur í ljós.
4. Velferðarþjónusta í vikunni
Upplýsingar komnar frá HS Veitum vegna rafmagnsþols í húsnæði að Vallarbraut, Smiðjuvöllum og Suðurgötu 15-17 og 19.
• Hefðbundin starfsemi í sérstökum búsetuúrræðum.
• Björgin - opið í Lautinni, lokað í Hvammi.
• Hæfingastöðin - lokuð.
• Selið dagdvöl - opin.
• Dagdvöl á Nesvöllum - opin.
• Heimsendur matur með hefðbundnu sniði.
• Matsalur á Nesvöllum - lokaður.
• Heima- og stuðningsþjónusta verður óskert en heimilisþrif í lágmarki.
• Fjölsmiðjan - opin.
5. Önnur mál
Umræða um hvernig við komum efninu frá okkur á heimasíðuna. Senda fréttatilkynningu út á starfsmenn ráðhússins.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:33.