88. fundur neyðarstjórnar Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 og í fjarfundabúnaði þann 12. júní 2024 kl. 08:30
Viðstödd: Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Halldóra G. Jónsdóttir sviðsstjóri menningar- og þjónustusviðs, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður bæjarráðs, Helgi Arnarson sviðsstjóri menntasviðs, Kristinn Óskarsson mannauðsstjóri og Hilma H. Sigurðardóttir teymisstjóri ráðgjafar- og virkniteymis.
Fundargerð ritaði Kjartan Már Kjartansson.
1. Líkleg loftmengun og viðbrögð við henni
Samkvæmt gasdreifingarspá Veðurstofunnar má búast við slæmum loftgæðum á Suðurnesjum í dag og næstu daga. Full ástæða er til að vara íbúa við og verður eftirfarandi tilkynning sett inn á heimasíðu og samfélagsmiðla sveitarfélagsins.
Möguleg gasmengun í dag 12. júní.
Vindátt verður með þeim hætti í dag og næstu daga að búast má við gasmengun frá eldstöðinni við Sundhnjúkagíga.
Á vef Veðurstofunnar er fólk hvatt til að fylgjast vel með stöðu loftgæða þar sem hætta er á brennisteinsmengun og fylgja ráðleggingum Umhverfisstofnunar ef mengun er til staðar.
Athugið að ekki allir mælar inni á loftgaedi.is mæla mengunina frá gosstöðvunum, aðeins þeir sem sýna SO2 / brennisteinsdíoxíð.
Helgi Arnarson sviðsstjóri menntasviðs upplýsir leikskóla, vinnuskóla, íþróttahreyfinguna, leikjanámskeið o.fl.
Hilma H. Sigurðardóttir teymisstjóri ráðgjafar- og virkniteymis upplýsa stjórnendur á velferðarsviði.
Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri upplýsir menningar- og þjónustusvið vegna listaskóla barna og sér til þess að upplýsingar verð settar inn á heimasíðu og samfélagsmiðla. Vekja athygli á að fólk fylgist með SO2 (brennisteinsdíoxíð) mælingum og kynni sér leiðbeiningar um rétt viðbrögð inn á www.loftgaedi.is
Athugið að ekki allir mælar á síðunni mæla SO2. Sumir mæla svifryk sem rekja má til gossins.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 08.55.