89. fundur

21.11.2024 13:00

89. fundur neyðarstjórnar Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 21. nóvember 2024 kl. 13:00

Viðstödd: Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir bæjarstjóri, Guðný Birna Guðmundsdóttir formaður bæjarráðs, Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs, Halldóra G. Jónsdóttir sviðsstjóri menningar- og þjónustusviðs, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Einar Snorrason umsjónarmaður fasteigna, Kristrún Björgvinsdóttir markaðs- og kynningarfulltrúi og Aðalheiður Ósk Gunnarsdóttir ritari.

1. Eldgos í Sundhnúkagígaröðinni 20. nóvember 2024

Eldgos hófst í Sundhnúkagígaröðinni í gærkvöldi. Hraun hefur þegar runnið yfir Njarðvíkurlögnina og Svartsengislína er dottin út. Ekki eru taldar líkur á að Njarðvíkurlögnin gefi sig en samt sem áður þarf að undirbúa aðgerðir ef til þess kæmi.

Unnið er að kortlagningu notenda þjónustu hjá velferðarsviði sem gætu þurft aðstoð ef verður heitavatnslaust. Búsetukjarnarnir eru viðkvæmir.

Gert er ráð fyrir að skólastarfi verði haldið gangandi eins og hægt verður.

Tryggja þarf gott og hnitmiðað upplýsingaflæði.

Haft hefur verið samband við allar stofnanir Reykjanesbæjar til að minna á að kanna hvort hitablásarar séu til staðar.

Farið yfir aðgerðaáætlun vegna rofs á orku, helstu aðgerðir sem fara þarf í ef til þess kemur.

Íbúar verða hvattir til að fylgjast með fréttum og gera viðeigandi ráðstafanir út frá þeim tilmælum sem eru gefin út hverju sinni ef lögnin gefur sig.

Punktar af fundi aðgerðarstjórnar kl. 10:30 í morgun:

• Landsnet búið að ákveða að skerða raforku á landinu vegna þess að Svartsengi er nú ”eyjatengd”. Í raun eru 100 mw að detta út úr kerfinu.
• Einn leiðari af þremur á loftlínu sem tengir Svartsengi við höfuðborgarsvæði er farinn. Óvíst hvenær hægt er að gera við lögnina. Ekki gert á meðan atburður er í gangi.
• Landsnet segir að við þurfum að undirbúa okkur undir 2-3 vikna ástand.
• Rafmagn er farið af Grindavík en vonir standa til að það komist á fljótlega eftir hádegi. – Uppfært: Rafmagn er komið á.
• Kallað verður eftir varaafli frá Landsneti til öryggis. Þrjár vélar í Þorlákshöfn en það þarf skýra beiðni frá almannavörnum til að þær verði hreyfðar.
• Stór matvælafyrirtæki, Matorka, Samherji og fleiri keyra á díselvélum.
• Hraun víða farið að safnast upp við varnargarða en grannt fylgst með því.
• Hraun rennur yfir Njarðvíkuræð á nokkuð breiðum kafla en lögnin heldur.
• Þessi lögn er óeinangruð á um eins metra dýpi og eru svipaðar aðstæður Grindavíkurmegin og þar hefur hraun runnið yfir án vandkvæða. En þetta er í fyrsta skiptið sem hraun rennur yfir lögnina hérna megin við Svartsengi.
• Aðeins að byrja á því að kæla vatnið í lögninni. Hvorki óskað eftir því að íbúar nýti meira eða minna vatn að sinni.
• Spurt um hvort það sé til viðgerðarefni ef lögnin fer og HS orka telur að svo sé.
• HS veitur hafa sett ábendingar á vef sinn, þar sem fólk getur undirbúið sig ef það verður vatnsrof.
• HS Veitur – ef kemur til vatnsrofs þá þurfa sveitarfélög að skoða stöðuna á stofnunum sínum.
• Óbreytt staða með notkun einstaklinga á rafhitun ef til vatnsrofs kemur 2,5 kw pr. heimili
• Farið að undirbúa ”trukkatanka” – sem heppnaðist vel við síðustu atburði.
• Ástandið á innviðum HS veitna svipað og í fyrra, en þó betra í Sandgerði, t.d. við hitun grunnskólans í Sandgerði.
• Verið að undirbúa 400 kw vélar til að styrkja innanbæjarkerfið.
• Síðast höfðum við um 6-8 tíma þar frá því lögnin fór í sundur þar til húsnæði fór að verða heitavatnslaust.
• 20 þúsund hitablásarar keyptir síðast og talið að það séu um 14 þúsund í geymslu í Reykjanesbæ.
• Heilbrigðisstofnun Suðurnesja komin á varmadælur og þurfa ekki að hafa áhyggjur. Huga þarf að öðrum stofnunum eins og hjúkrunarheimilum.
• Næstu verkefni að sveitarfélög skoði sitt og undirbúi næstu skref ef vatnsrof verður.
• Samkvæmt gasveðurspá er ekki hætta á gosmengun í byggð í dag.
• Næsti fundur boðaður eftir þörfum.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13.25.