9. fundur í neyðarstjórn Reykjanesbæjar - fjarfundur haldinn þann 18. mars 2020 kl. 15:00.
Þátttakendur: Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Unnar Steinn Bjarndal bæjarlögmaður, Helgi Arnarson sviðsstjóri fræðslusviðs, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Guðlaugur Helgi Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfissviðs, Regína F. Guðmundsdóttir fjármálastjóri, Þórdís Ósk Helgadóttir forstöðumaður Súlunnar, Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri, Halldóra G. Jónsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra, Guðrún Magnúsdóttir lýðheilsufulltrúi, Kristinn Óskarsson mannauðsstjóri, Hilma H. Sigurðardóttir verkefnastjóri fjölmenningarmála, Theodór Kjartansson vinnuverndar- og öryggisfulltrúi, Jóna Hrefna Bergsveinsdóttir deildarstjóri þjónustu og þróun, Jóhann Friðrik Friðriksson forseti bæjarstjórnar og Hrefna Höskuldsdóttir ritari.
1. Upplýsingafundur Almannavarna 18. mars 2020
Covid.is verður þýdd á ensku og pólsku, vonandi strax í dag. Um 200 manns hafa skráð sig í bakvarðarsveit félagsþjónustu.
2. Staðan á sviðum
Velferðarsvið
Starfsmannamál rædd og fjarvera starfsmanna vegna veikinda og sóttkvíar. Líklegt er að fjarvera starfsmanna fari að hafa áhrif á starfssvið Velferðarsviðs. Dregið verulega úr þjónustu hjá Hæfingarstöðinni vegna minnkandi eftirspurnar.
Fræðslusvið
Búið að útbúa auglýsingu vegna takmarkana á starfsemi sundmiðstöðvarinnar, komin á heimasíðu Reykjanesbæjar.
Forgangslistar á leikskóla og yngstu bekkjum grunnskóla eru að verða stærri og stærri. Fólk sækir um í gegnum island.is um að vera á forgangslista.
Fjörheimar eru að koma með hugmyndir um virkni sem settar væru á samfélagsmiðla. Fjörheimar eru lokaðir fyrir utan Skjólið.
Gekk vel í gær, bæði í leik- og grunnskólum.
Umhverfissvið, skrifstofa og umhverfissmiðstöð
Starfssemi í eðlilegum skorðum en þó skert þjónusta þar sem hluti starfsmanna umhverfismiðstöðvar eru fjarverandi. Verið að endurskoða fyrirkomulagið þar.
Starfsemi umhverfissviðs í ráðhúsi í eðlilegum skorðum fyrir utan að móttaka utanaðkomandi gesta er ekki heimil.
Fjármálaskrifstofa
Engar breytingar frá fyrri dögum í vikunni.
Skrifstofa stjórnsýslu
Engar breytingar á starfsmannamálum frá fyrri dögum.
Mál sem koma til mannauðsdeildar eru að mestu afgreidd í gegnum síma og rafræn samskipti. Mannauðsstjóri og mannauðsráðgjafi skipta vikum með sér í Ráðhúsi og hittast ekki.
Þjónusta og þróun. Helstu umsóknir sem íbúar nýta sér á “Mitt Reykjanes” verða þýddar á ensku og pólsku .
Búið er að styrkja tölvudeild og áfram unnið í því.
Súlan
Lítil aðsókn er í DUUS hús. Opnun verður endurmetin.
Flestir starfsmenn í fjarvinnu. Verið að reyna finna leiðir til að nota miðla til að miðla menningu, svo sem upplestur, margar hugmyndir í gangi. Verður búin til dagskrá sem verður auglýst þegar hún er tilbúin.
Reykjaneshöfn
Aðskilnaður aukinn og lítil sem engin samskipti á milli starfsmanna. Hafnarstjóri er í sambandi við hafnarstjóra annarsstaðar þannig að ef sú staða kæmi upp að allir yrðu veikir væri hægt að fá afleysingu. Er í vinnslu.
3. Önnur mál
a. Skipta Tjarnargötu upp í hólf þannig að allt húsið fari ekki í sóttkví ef upp kemur smit. Theodór Kjartansson og Guðrún Magnúsdóttir fara í að skipuleggja hólfin í samráði við sviðsstjóra.
b. Bakvarðarsveitir hjá ráðuneyti, spurning hvort þær eru fyrir allt landið. Þarf að fá upplýsingar um hvort þær séu það. Hera Ósk kannar málið. Væri hægt að senda hvatningu til íbúa á Suðurnesjum sem þekkja til að skrá sig í bakvarðarsveitina.
c. Fundir neyðarstjórnar hér eftir verða kl. 15.15.
d. Fundargerð verður sett inn á files í Teams, sviðsstjórar eiga að yfirfara fundargerðina og hún verður sett á heimasíðuna næsta virka dag.
e. Jarðskjálfti í morgun uppá 4,2, innan sveitarfélagamarka Reykjanesbæjar, samkvæmt upplýsingum Veðurstofu var skjálftinn 5,9 km NNV af Reykjanestá.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16.00.