90. fundur

11.02.2025 15:00

90. fundur neyðarstjórnar Reykjanesbæjar var haldinn að Tjarnargötu 12 þann 11. febrúar 2025 kl. 15:00

Viðstödd: Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður bæjarráðs, Guðlaugur H. Sigurjónsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs, Helgi Arnarson sviðsstjóri menntasviðs, Halldóra G. Jónsdóttir sviðsstjóri menningar- og þjónustusviðs, Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs, Einar Snorrason umsjónarmaður fasteigna, Kristrún Björgvinsdóttir markaðs- og kynningarfulltrúi og Íris Eysteinsdóttir ritari.

1. Rýni neyðarstjórnar vegna rauðrar viðvörunar

Hvað gekk vel?

- Í heildina tókst vel til.

- Fyrirsjáanleiki í veðurspám gerði það að verkum að hægt var að taka ákvarðanir fyrr en oft hefur það verið gert að morgni sama dags.

- Horft var til viðbragðsáætlunar Almannavarna.

- Spáin gekk nokkuð vel eftir.

- Upplýsingar um lokanir voru settar út á samfélagsmiðla.

- Aðstandendur barna og fullorðinna tóku mjög vel í allar ákvarðanir um að senda fólk fyrr heim.

Hvað hefði mátt ganga betur?

- Skilaboðin sem fóru á milli stjórnenda náðu ekki inn í allan stjórnendahópinn.

- Það hefði þurft að kalla til fundar neyðarstjórnar og ákveða þannig hvað skyldi gera.

- Svona tilkynningar þarf að gefa miðlægt, þ.e. af neyðarstjórn en ekki ákvörðun sem tekin er af forstöðumönnum eða sviðsstjórum.

- Upplýsingar um lokanir hefðu mátt fara inn á vef Reykjanesbæjar líka.

Hvað getum við lært?

- Mikilvægt er að kalla til fundar neyðarstjórnar.

- Mikilvægt er að allir fái sömu skilaboðin.

- Gera þarf viðbragðsáætlun sem viðkemur viðkvæmustu skjólstæðingum velferðarsviðs og er sú vinna hafin.

- Athugasemd kom frá heimahjúkrun HSS að við skyldum loka dagdvölinni og fara fram á að heimahjúkrun færi og heimsótti þjónustuþega dagdvalarinnar.

- Rætt var um mikilvægi þess að hafa starfsfólk í öllum stofnunum til að geta tekið á móti börnum þar sem t.d. foreldrar hafi ekki fengið mikilvæg skilaboð og að
fylgjast með hvort upp komi leki eða aðrar skemmdir á húsnæðinu.

Þurfum við að breyta einhverju og þá hverju?

- Neyðarstjórn hefði átti að kalla til fundar sem var ekki gert.

- Tekin var ákvörðun að þegar veðurviðvörun verður rauð þá verður stofnunum lokað.

- Eiga til skriflegt plan hvað skal gera í appelsínugulum og rauðum veðurviðvörunum.

- Taka þarf tillit til úrkomu, hitastigs, færðar og vinds.

Fylgigögn:

Áhrifafylki Veðurstofu Íslands

Viðbragðsáætlun vegna röskunar á skóla- og frístundastarfi

2. Erindi frá Rauða krossinum, Viðnámsþróttur Suðurnesja

Erindi frá verkefnastjóra í neyðarvarnateymi Rauða kross Íslands lagt fram. Þar er óskað eftir að fá að kynna verkefnið Viðnámsþróttur Suðurnesja.

Í stuttu máli snýst verkefnið um að auka viðnámsþrótt á Suðurnesjum með áherslu á að auka seiglu fólks í samfélaginu þegar kemur að hamförum.

Neyðarstjórn samþykkir að fá kynningu frá neyðarvarnarteymi Rauða Kross Íslands.


Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15.46