91. fundur

03.03.2025 07:00

91. fundur neyðarstjórnar Reykjanesbæjar var haldinn í gegnum fjarfundabúnað þann 3. mars 2025 kl. 07:00

Viðstödd: Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir formaður bæjarráðs, Helgi Arnarson sviðsstjóri menntasviðs, Halldóra G. Jónsdóttir sviðsstjóri menningar- og þjónustusviðs, Hilma H. Sigurðardóttir, staðgengill sviðsstjóra velferðarsviðs og Einar Snorrason verkefnastjóri á umhverfis- og framkvæmdasviði. Kjartan Már Kjartansson ritaði fundargerð.

Hera Ósk Einarsdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs er í orlofi. Guðlaugur Helgi Sigurjónsson, sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs, boðaði forföll en sendi upplýsingar um stöðu mála.

1. Appelsínugul viðvörun

Veðurstofa Íslands gaf út appelsínugula viðvörun sem gilti í gærkvöldi og fram á nótt. Stíf vestanátt einkenndi veðrið með tilheyrandi sjógangi í Höfnum og annars staðar á vestanverðum Reykjanesskaganum. Eitthvað var um tjón í Höfnum en það skýrist væntanlega betur næstu daga.
Nú þegar klukkan er 7 er ekki talin ástæða til að bregðast við þar sem veðrið er að ganga hratt niður. Færð á vegum er góð og ekki þörf á aðgerðum vegna ófærðar. Starfsemi og þjónusta Reykjanesbæjar verður því með eðlilegum hætti í dag.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 07.07.